Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2024 22:22 Armie Hammer hefur dregið sig úr sviðsljósinu. Getty Bandaríski leikarinn Armie Hammer, sem lét sig hverfa fyrir þremur árum eftir ásakanir um nauðgun og mannátsóra, er snúinn aftur í sviðsljósið. Hammer greindi frá því í nýju hlaðvarpi sínu að hann hefði fengið ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá móður sinni. Dru Hammer, móðir Armie, var gestur í nýjasta þættinum af The Armie HammerTime Podcast og rifjaði upp hvað hún hafði gefið syni sínum í afmælisgjöf. „Ég hringdi í Armie og segi ,Armie, hvað viltu fá í afmælisgjöf í ár?' og hann segir ,Ég veit það ekki, kannski pening. Hvað sem er.' Og ég sagði, ,Ég held ég ætli að gefa þér ófrjósemisaðgerð'.“ Armie sagði þá frá heimsókn sinni til læknisins og vandræðalegum samskiptum við móttökustjórann: „Ég fer fram til konunnar í móttökunni og hún spyr, ,Ætlarðu að láta tryggingarnar sjá um þetta?' Ég svaraði, ,Ég er reyndar ekki með tryggingar.' Hún hváði og ég sagði, ,Já, ég hef ekki verið með tryggingar í mörg ár.' Þá spurði hún, ,Ó, ætlarðu að borga með kreditkorti?' Ég svaraði ,Nei nei, kreditkortin mín myndu aldrei duga til að borga þetta, móðir mín mun hringja í þig og hún ætlar að borga fyrir þetta'.“ Móttökustjórinn hafi þá hváð aftur og Armie svarað: „Móðir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf“. Þau mæðginin rifjuðu einnig upp ásakanir í garð Hammer um að hann væri mannæta og grínaðist Hammer með að hafa verið úthrópaður sem „mannætunauðgari“. Sakaður um ofbeldi og mannátsóra Armie Hammer var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles ákváðu á endanum að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hafði þá verið sakaður um ofbeldi, bæði líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer árið 2022 þar sem var meðal annars fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann hafði átt í sambandi með. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Hollywood Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ekki lengur efni á bensíni Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl. 28. ágúst 2024 16:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Dru Hammer, móðir Armie, var gestur í nýjasta þættinum af The Armie HammerTime Podcast og rifjaði upp hvað hún hafði gefið syni sínum í afmælisgjöf. „Ég hringdi í Armie og segi ,Armie, hvað viltu fá í afmælisgjöf í ár?' og hann segir ,Ég veit það ekki, kannski pening. Hvað sem er.' Og ég sagði, ,Ég held ég ætli að gefa þér ófrjósemisaðgerð'.“ Armie sagði þá frá heimsókn sinni til læknisins og vandræðalegum samskiptum við móttökustjórann: „Ég fer fram til konunnar í móttökunni og hún spyr, ,Ætlarðu að láta tryggingarnar sjá um þetta?' Ég svaraði, ,Ég er reyndar ekki með tryggingar.' Hún hváði og ég sagði, ,Já, ég hef ekki verið með tryggingar í mörg ár.' Þá spurði hún, ,Ó, ætlarðu að borga með kreditkorti?' Ég svaraði ,Nei nei, kreditkortin mín myndu aldrei duga til að borga þetta, móðir mín mun hringja í þig og hún ætlar að borga fyrir þetta'.“ Móttökustjórinn hafi þá hváð aftur og Armie svarað: „Móðir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf“. Þau mæðginin rifjuðu einnig upp ásakanir í garð Hammer um að hann væri mannæta og grínaðist Hammer með að hafa verið úthrópaður sem „mannætunauðgari“. Sakaður um ofbeldi og mannátsóra Armie Hammer var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles ákváðu á endanum að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hafði þá verið sakaður um ofbeldi, bæði líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer árið 2022 þar sem var meðal annars fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann hafði átt í sambandi með. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta.
Hollywood Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ekki lengur efni á bensíni Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl. 28. ágúst 2024 16:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hefur ekki lengur efni á bensíni Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl. 28. ágúst 2024 16:15