Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:50 Sophie Trudeau, fjölmiðlakona, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú Kanada, er stödd á Íslandi. Hún segist elska land og þjóð og að Kanadamenn og Íslendingar séu um margt líkir í háttum, þeir séu frekar afslappaðir. Vísir/Sigurjón Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt. Hin kanadíska Sophie er þriggja barna móðir. Hún er fyrrverandi eiginkona Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þau skildu í fyrra. Hún á að baki áratugalanga reynslu í fjölmiðlastörfum. Sophie er stödd hér á landi til að sækja ráðstefnu kvenleiðtoga og kynna nýútkomna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilbrigði sem er hennar hjartans mál. Fréttamaður settist niður með Sophie og ræddi við hana um öll hennar helstu hugðarefni. Hægt er að horfa á viðtalið í fullri lengd í spilaranum neðst í fréttinni. Ef þú, lesandi góður, hefur aðeins stuttan tíma þá getur þú líka horft á styttri útgáfu af viðtalinu sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin er í spilaranum hér að neðan. Í bókinni opnar hún sig um eigin reynslu af átröskun og fjallar af mikilli dýpt um mikilvægi tengslamyndunar á fyrstu árum barna. Þá kemur hún mikið inn á mikilvægi þess að vera alltaf sannur. „Hver einasta manneskja hefur djúpa þörf fyrir að vera sönn og ekta. En hvað þýðir það? Það þýðir að sýna hver maður er án þess að þurfa að breyta hegðun sinni til að þóknast. Við gerum þetta samt öll; reynum að þóknast foreldrum okkar til að finnast við vera elskuð og við breytum okkur í samböndum síðar á ævinni og reynum að falla í hópinn sem unglingar. Stundum gerum við mikið af þessu og stundum lítið en við hvikum frá okkar sanna sjálfi til að fá ást.“ Sophie Trudeau segir að það sé hennar hjartans mál að tala fyrir mikilvægi góðrar geðheilsu.Vísir/Sigurjón Sophie var þá spurð hvort það hefði ekki reynt verulega á hana og hennar markmið um að vera sönn sjálfri sér þegar hún tekur að sér hið mjög svo opinbera hlutverk að verða forsetafrú Kanada í ljósi þess að því hlutverki fylgir fjöldi óskrifaðra reglna. „Besta hólið sem ég hef fengið var: Þú varst áfram sú Sophie og þú hefur alltaf verið. Ef maður fer að trúa á frægð, frama, titla eða stöður… þá er maður dauðadæmdur, að minnsta kosti í mínum bókum því þá aftengist þú manneskjunni fyrir framan þig því manni finnst maður eitthvað öðruvísi. Ég lifi ekki þannig. Ég skynjaði sjálfa mig aldrei sem forsetafrú því ég fór ekki í hlutverk, bara í nýjar aðstæður.“ Kostnaðurinn við að standast freistinguna sem felst í að geðjast öðrum geti verið þónokkur því það geti orðið til þess að fá aðra upp á móti sér en hún segir að lykilatriðið sé að skilja að þjáning sé órjúfanlegur hluti af lífinu og finna leiðir til að endurstilla taugakerfið í slíkum aðstæðum. „Sársauki og barningur – ekki líkamlegur sársauki - heldur tilfinningalegur er ekki hættulegur. Mannlegar tilfinningar eru ekki hættulegar en ef ekki er hugað að hinu innra og ef maður er einangraður og talar ekki við neinn um hvernig manni líður þá getur það verið lífshættulegt. Við sjáum hvað er að gerast núna. Fólk hefur aldrei fyrirfarið sér í svo miklum mæli. Geðheilbrigðiskrísan var til staðar fyrir heimsfaraldurinn en faraldurinn ýtti undir hugmyndina um að hinir hæfustu lifi af og að við yrðum að standa okkur og reyna að stjórna aðstæðum og vera fyrst,“ segir Sophie. Kanada Bókmenntir Tengdar fréttir Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43 Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Hin kanadíska Sophie er þriggja barna móðir. Hún er fyrrverandi eiginkona Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þau skildu í fyrra. Hún á að baki áratugalanga reynslu í fjölmiðlastörfum. Sophie er stödd hér á landi til að sækja ráðstefnu kvenleiðtoga og kynna nýútkomna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilbrigði sem er hennar hjartans mál. Fréttamaður settist niður með Sophie og ræddi við hana um öll hennar helstu hugðarefni. Hægt er að horfa á viðtalið í fullri lengd í spilaranum neðst í fréttinni. Ef þú, lesandi góður, hefur aðeins stuttan tíma þá getur þú líka horft á styttri útgáfu af viðtalinu sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin er í spilaranum hér að neðan. Í bókinni opnar hún sig um eigin reynslu af átröskun og fjallar af mikilli dýpt um mikilvægi tengslamyndunar á fyrstu árum barna. Þá kemur hún mikið inn á mikilvægi þess að vera alltaf sannur. „Hver einasta manneskja hefur djúpa þörf fyrir að vera sönn og ekta. En hvað þýðir það? Það þýðir að sýna hver maður er án þess að þurfa að breyta hegðun sinni til að þóknast. Við gerum þetta samt öll; reynum að þóknast foreldrum okkar til að finnast við vera elskuð og við breytum okkur í samböndum síðar á ævinni og reynum að falla í hópinn sem unglingar. Stundum gerum við mikið af þessu og stundum lítið en við hvikum frá okkar sanna sjálfi til að fá ást.“ Sophie Trudeau segir að það sé hennar hjartans mál að tala fyrir mikilvægi góðrar geðheilsu.Vísir/Sigurjón Sophie var þá spurð hvort það hefði ekki reynt verulega á hana og hennar markmið um að vera sönn sjálfri sér þegar hún tekur að sér hið mjög svo opinbera hlutverk að verða forsetafrú Kanada í ljósi þess að því hlutverki fylgir fjöldi óskrifaðra reglna. „Besta hólið sem ég hef fengið var: Þú varst áfram sú Sophie og þú hefur alltaf verið. Ef maður fer að trúa á frægð, frama, titla eða stöður… þá er maður dauðadæmdur, að minnsta kosti í mínum bókum því þá aftengist þú manneskjunni fyrir framan þig því manni finnst maður eitthvað öðruvísi. Ég lifi ekki þannig. Ég skynjaði sjálfa mig aldrei sem forsetafrú því ég fór ekki í hlutverk, bara í nýjar aðstæður.“ Kostnaðurinn við að standast freistinguna sem felst í að geðjast öðrum geti verið þónokkur því það geti orðið til þess að fá aðra upp á móti sér en hún segir að lykilatriðið sé að skilja að þjáning sé órjúfanlegur hluti af lífinu og finna leiðir til að endurstilla taugakerfið í slíkum aðstæðum. „Sársauki og barningur – ekki líkamlegur sársauki - heldur tilfinningalegur er ekki hættulegur. Mannlegar tilfinningar eru ekki hættulegar en ef ekki er hugað að hinu innra og ef maður er einangraður og talar ekki við neinn um hvernig manni líður þá getur það verið lífshættulegt. Við sjáum hvað er að gerast núna. Fólk hefur aldrei fyrirfarið sér í svo miklum mæli. Geðheilbrigðiskrísan var til staðar fyrir heimsfaraldurinn en faraldurinn ýtti undir hugmyndina um að hinir hæfustu lifi af og að við yrðum að standa okkur og reyna að stjórna aðstæðum og vera fyrst,“ segir Sophie.
Kanada Bókmenntir Tengdar fréttir Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43 Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04
Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45