Innlent

Fangi lést á Litla-Hrauni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Maðurinn sem lést var fangi á Litla-Hrauni.
Maðurinn sem lést var fangi á Litla-Hrauni.

Fangi á Litla Hrauni lést í dag. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með „óvenjulegum“ hætti en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Birgir Jónasson, settur forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfesti andlátið við fréttastofu.

DV fjallaði fyrst um andlát fangans og sagði heimildir fjölmiðilsins herma að maðurinn hefði verið á sextugaldri og verið í einangrun þegar hann lést. Þá greinir DV frá því að andlát mannsins hafi borið að fyrir hádegi en samfangar hans látnir vita um atvikið rétt eftir hádegi.

„Það er ekki grunur um að andlát hafi borið að með óeðlilegum hætti. Rannsókn verður að leiða það í ljós,“ sagði Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar.

Birgir gat ekki staðfest aldur mannsins, hvenær andlátið bar að eða hvort maðurinn hafi verið í einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×