Skoðun

Hin marguntöluðu orku­skipti í bíla­flota lands­manna

Þorgeir R. Valsson skrifar

Maður sér og heyrir æskilegt séað allir landsmenn eigi að aka um á rafmagnsökutækjum til að vernda náttúruna, Ísland er hreinasta land í heimi er kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum.

Hafa þeir sem tala hæst um að allir ættu að aka ökutækjum fyrir rafmagni, velt fyrir sér hver kostnaðurinn er að nálgast slíkt apparat?

Slík ökutæki kosta ekki undir 6 milljónum og það er bara það ódýrasta, síðan hvar á að hlaða, það hafa ekki allir bílskúr eða annað til þess að nálgast hleðslu.

Fólk sem hefur engann séns á að kaupa heimili er hvatt til að kaupa rafmagnsbíl bara til að þykjast að gera svo og svo mikið fyrir heiminn í loftlagsmálum.

Hættið að blekkja ykkur kæru stjórnmálamenn og okkur líka að við erum mengunarvaldur heimsins.

Kolefniskvótar ganga sölum og áframsölum enda vilja allir þykjast vera svo hreinir að þarf ekk sápu til. Svo ætlar Carbfix að flytja mengun utan frá og þykjast ætla að hreinsa heiminn með því að flytja mengunina hingað heim.

Höfundur er öryggisfulltrúi.




Skoðun

Sjá meira


×