Veður

Suð­vestan hvass­viðri norðan- og austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu þrjú til sjö stig.
Hiti verður á bilinu þrjú til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi á norður- og austurhluta landsins og eru viðvaranir í gildi fram eftir degi á þeim svæðum. Það verður heldur hægari vindur suðvestan- og vestanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði bjart með köflum eða stöku skúrir á vestanverðu landinu og hiti á bilinu þrjú til sjö stig.

„Í kvöld koma svo næstu skil að landinu og þá þykknar upp með rigningu sunnan- og vestanlands.

Á morgun verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt með rigningu eða skúrum en lengst af verður þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 14 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 12 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan 15-20 m/s og rigning, en 10-15 og að mestu þurrt austantil. Hiti 7 til 13 stig. Kólnar á vestanverðu landinu um kvöldið með slyddu eða snjókomu.

Á föstudag: Vestan og norðvestan 10-18 m/s, en 18-23 norðantil seinnipartinn. Snjókomu, en léttir til sunnantil er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag: Norðan og norðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða él, en 10-15 og þurrt sunnan heiða. Hiti í kringum frostmark.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt með éljum, en að mestu bjartviðri sunnantil. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×