Innlent

Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar aurskriður féllu yfir veginn fyrr í vikunni.
Miklar aurskriður féllu yfir veginn fyrr í vikunni. Lögreglan

Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir nú frá því að búið sé að opna veginn á ný. 

„Tafir geta verið á umferð vegna hreinsunarframkvæmda við veginn.

Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát er farið er um veginn,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Búið að opna veginn um Ísa­fjarðar­djúp

Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu.

Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi

Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×