Innlent

Sam­göngur og neyslu­vatn að komast í samt lag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegifréttum fjöllum við um ástandið á Vestfjörðum en þar rofar nú til eftir miklar rigningar. 

Skriður féllu í gær á veginn um Eyrarhlíð og voru vegir lokaðir í Djúpinu einnig. Nú hafa þeir allir verið opnaðir á ný og neysluvatn er komið á krana á Flateyri eftir að skrúfað hafði verið fyrir það í gær. 

Einnig fjöllum við um kennaradeiluna áfram en rætt verður við formann KÍ um stöðuna. Ef fram heldur sem horfir fara nemendur í MR í snemmbúið jólafrí.

Einnig verða mál Jóns Gunnarssonar áfram í deiglunni og rætt verður við Jón Ólafsson heimspeking um skipan hans sem aðstoðarmanns í matvælaráðuneytinu.

Í íþróttapakka dagsins lokahópur kvennalandsliðsins í handbolta til umfjöllunar. Til stóð að kynna hann í gær en ekkert varð af því á síðustu stundu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×