Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar 13. nóvember 2024 12:45 Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar