Handbolti

Er HSÍ í sam­starfi við Adidas eða ekki?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Landsliðsþjálfararnir Ágúst Jóhannsson og Arnar Pétursson sitja hér sitthvoru megin við formann HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, íklæddir galla frá Adidas.
Landsliðsþjálfararnir Ágúst Jóhannsson og Arnar Pétursson sitja hér sitthvoru megin við formann HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, íklæddir galla frá Adidas. Vísir/VPE

Athygli vakti að landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas á blaðamannafundi vegna landsliðshóps Íslands fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta. Ekkert var minnst á samstarf við íþróttaframleiðandann á fundinum.

Landsliðshópurinn var kynntur líkt og sýnt var frá beint á Vísi í dag. Þar sáust þeir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og Ágúst Jóhannsson aðstoðarlandsliðsþjálfari klæddir í boli frá Adidas sem merktir voru HSÍ. Starfsmenn HSÍ á staðnum voru þá ýmist klæddir í peysur og úlpur frá Adidas.

Fyrr í vikunni greindi HSÍ þá frá því að tveggja áratuga löngu samstarfi við Kempa væri lokið og þykir ljóst fyrir liggja að Adidas tekur við framleiðslu búninga Íslands.

Á skammvinnum fundinum var hins vegar ekkert minnst á Adidas eða samstarf HSÍ við framleiðandann. Fundurinn átti upprunalega að fara fram degi fyrr en var þá frestað með tæplega hálftíma fyrirvara og staðfesti Arnar í viðtali við Stöð 2 að sú frestun hefði ekki með landsliðshópinn að gera.

Hvað veldur og hvar þetta samstarf HSÍ og Adidas stendur er spurning sem er ósvarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×