Spurs hafði sagt frá óvæntum veikindum þjálfara síns og Popovich hefur ekki þjálfað liðið undanfarnar tvær vikur.
Popovich hefur nú misst af sex leikjum en Spurs sagði frá alvarleika veikindanna í kvöld.
Popovich fékk heilablóðfall þegar hann var staddur í íþróttahöllinni.
Spurs segir að þjálfari sé í endurhæfingu og að það sé búist við því að hann nái sér að fullu. Það er aftur á móti ekki ljóst hvenær hann mun snúa aftur í þjálfarastólinn.
Popovich er sigursælasti þjálfari í sögu NBA en hann hefur unnið 1390 leiki í deildinni og 170 leiki í úrslitakeppninni. Hann hefur gert Spurs fimm sinnum að NBA meisturum.
ans 29. tímabil með liðið en Popovich er orðinn 75 ára gamall. Hann er elsti þjálfarinn í sögu NBA.
Aðstoðarmaður hans Mitch Johnson hefur stýrt liðinu í forföllum þjálfarans.
— San Antonio Spurs (@spurs) November 13, 2024