Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 14. nóvember 2024 15:01 Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun