Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Dagur Lárusson skrifar 14. nóvember 2024 19:33 Birkir Snær átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar voru í miklum ham gegn Gróttu í kvöld en lokatölur voru 25-42 fyrir Hafnarfjarðarliðinu. Fyrir leikinn voru bæði lið um miðja deild, Haukar voru í sjötta sætinu með tíu stig á meðan Grótta var sæti neðar og með einu stigi minna. Það var í raun ljóst alveg í byrjun leiks hvort liðið var mætt til þess að vinna og voru það gestirnir. Þeir skoruðu nánast úr hverri einustu sókn og þeir Birkir og Skarphéðinn í skyttustöðunum léku á alls oddi. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 5-10 og ákvað Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé til þess að reyna að stilla upp vörn sinni upp á nýtt. Það hafði þó lítið að segja því Haukar héldu uppteknum hætti og bættu í forskot sitt. Þegar hálfleiksflautan gall voru Haukar með níu marka forystu 13-22 og ljóst var að það var á brattann að sækja fyrir Gróttu í seinni hálfleiknum. Gróttumenn virtust koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu að halda Haukum frá því að skora en það átti þó ekki eftir að endast lengi. Hergeir Grímsson kom gestunum aftur á bragðið og eftir það var ekki aftur snúið. Aron Rafn Eðvarsson hrökk heldur betur í gang í seinni hálfleiknum og lokaði markinu nánast allan hálfleikinn og virstist taka leikmenn Gróttu á taugum oft á tíðum. Á sama tíma héldu sóknarmenn Hauka áfram að skora hvert markið og fætur öðru og endaði leikurinn því 25-42. Sautján marka sigur Hauka því staðreynd sem eru komnir með tólf stig í deildinni. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið þegar Aron Rafn varði enn eitt skotið í seinni hálfleinum, náði frákastinu áður en hann kastaði boltanum yfir völlinn og í markið hinum megin og skoraði þar með sitt þriðja mark í leiknum og fögnuðu liðsfélagar innilega með honum. Stjörnurnar og skúrkarnir Þeir Birkir Snær og Skarphéðinn Ívar hjá Haukum voru algjörlega frábærir hjá Haukum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þar sem varnarmenn Gróttu réðu einfaldlega ekki við þá. Í seinni hálfleiknum dreifðist markaskorun Hauka meira en þá má segja að Aron Rafn hafi stolið senunni en hann varði hvert skotið á fætur öðru ásamt því að skora þrjú mörk sjálfur. Hvað skúrka varðar verða varnarmenn Gróttu að taka það á sig en þetta var einfaldlega allt of létt fyrir Hauka nánast allan leikinn. Dómararnir Það var lítið kvartað í dómurunum í þessum leik, það verður að segjast og því myndi ég gefa þeim fullt hús stiga fyrir sína frammistöðu. Stemning og umgjörð Það hefði mögulega getað skapast aðeins meiri stemning á meðal stuðningsfólks á pöllunum og held ég að leikmenn Gróttu hafi verið að búast við því, eða að minnsta kosti hafði Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, orð á því eftir leik í viðtali. Umgjörðin var til fyrirmyndar. Róbert Gunnarsson: Fullt hrós á Birki og Skarphéðinn Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Anton Brink „Það fór í rauninni allt úrskeiðis í dag,“ byrjaði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir tap liðsins gegn Haukum. „Við náðum ekki upp neinni vörn og þess vegna engri markvörslu en ég verð samt að gefa Haukunum það að þeir spiluðu hrikalega vel. Þeir voru með hörku skot fyrir utan sem er auðvitað bara gaman að sjá í þessari deild að það séu einhverjir sem geta þetta og þess vegna bara fullt hrós á Birki og Skarphéðinn,“ hélt Róbert áfram að segja. Róbert talaði aðeins meira um vörnina en hann segist hafa reynt mismunandi hluti. „Við reyndum að mæta þeim á níu metrum í hávörn en þeir skutu bara yfir og skoruðu þannig það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Róbert talaði síðan um ákveðinn vendipunkt í leiknum, byrjun seinni hálfeiks, þar sem Grótta átti ágætis sprett og hefði getað komið til baka. „Mér fannst að þegar það voru tuttugu mínútur eftir að þá áttum við alveg möguleika á að koma þessu niður í þrjú, fjögur mörk og þá mögulega hefði kannski komið spenna í þetta og stuðningsmennirnir hefðu tekið við sér. En síðan dó það út og því fór sem fór.“ „Jú, það var komið kannski smá vonleysi undir lokin enda tapaður leikur. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir en við lærum að þessum leik,“ endaði Róbert Gunnarsson að segja. Aron Rafn Eðvarsson: Klassa frammistaða Aron Rafn Eðvarðsson fagnar markvörsluVísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður með þennan sigur, við spiluðum ótrúlega vel,“ byrjaði Aron Rafn Eðvarsson, markvörður Hauka, að segja eftir leik. „Það er mjög gott að koma hérna út á nes og taka tvö stig og þetta var heilt yfir bara klassa frammistaða hjá öllu liðinu,“ hélt Aron áfram að segja. Aron vildi meina að Haukaliðið hafi í kvöld verið að sýna sínar allra bestu hliðar. „Ég meina verður maður ekki að segja það. Við skorum 42 mörk og fáum á okkur 25 sem er bara nokkuð gott þó svo að ég hefði reyndar viljað verja svona fimm auka bolta en það er alltaf þannig hjá okkur markvörðunum.“ Aron talaði sérstaklega um varnarleikinn „Já alveg klárlega, sóknarleikurinn er búinn að vera góður og mér finnst við líka að vera þéttast varnalega. Við vorum farnir að fá á okkur 30 mörk í hverjum leik en í síðustu tveimur hefur það batnað þar sem við fengum á okkur 25 í kvöld og 27 held ég í síðasta leik.“ Aron varði ekki bara mikið af skotum í leiknum heldur skoraði hann einnig þrjú, rétt eins og hann gerði gegn Cocks um daginn. „Ég skoraði líka þrjú gegn Cocks um daginn, þannig það er gaman að þessu,“ endaði Aron Rafn á að segja. Olís-deild karla Grótta Haukar
Haukar voru í miklum ham gegn Gróttu í kvöld en lokatölur voru 25-42 fyrir Hafnarfjarðarliðinu. Fyrir leikinn voru bæði lið um miðja deild, Haukar voru í sjötta sætinu með tíu stig á meðan Grótta var sæti neðar og með einu stigi minna. Það var í raun ljóst alveg í byrjun leiks hvort liðið var mætt til þess að vinna og voru það gestirnir. Þeir skoruðu nánast úr hverri einustu sókn og þeir Birkir og Skarphéðinn í skyttustöðunum léku á alls oddi. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 5-10 og ákvað Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé til þess að reyna að stilla upp vörn sinni upp á nýtt. Það hafði þó lítið að segja því Haukar héldu uppteknum hætti og bættu í forskot sitt. Þegar hálfleiksflautan gall voru Haukar með níu marka forystu 13-22 og ljóst var að það var á brattann að sækja fyrir Gróttu í seinni hálfleiknum. Gróttumenn virtust koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og náðu að halda Haukum frá því að skora en það átti þó ekki eftir að endast lengi. Hergeir Grímsson kom gestunum aftur á bragðið og eftir það var ekki aftur snúið. Aron Rafn Eðvarsson hrökk heldur betur í gang í seinni hálfleiknum og lokaði markinu nánast allan hálfleikinn og virstist taka leikmenn Gróttu á taugum oft á tíðum. Á sama tíma héldu sóknarmenn Hauka áfram að skora hvert markið og fætur öðru og endaði leikurinn því 25-42. Sautján marka sigur Hauka því staðreynd sem eru komnir með tólf stig í deildinni. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið þegar Aron Rafn varði enn eitt skotið í seinni hálfleinum, náði frákastinu áður en hann kastaði boltanum yfir völlinn og í markið hinum megin og skoraði þar með sitt þriðja mark í leiknum og fögnuðu liðsfélagar innilega með honum. Stjörnurnar og skúrkarnir Þeir Birkir Snær og Skarphéðinn Ívar hjá Haukum voru algjörlega frábærir hjá Haukum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þar sem varnarmenn Gróttu réðu einfaldlega ekki við þá. Í seinni hálfleiknum dreifðist markaskorun Hauka meira en þá má segja að Aron Rafn hafi stolið senunni en hann varði hvert skotið á fætur öðru ásamt því að skora þrjú mörk sjálfur. Hvað skúrka varðar verða varnarmenn Gróttu að taka það á sig en þetta var einfaldlega allt of létt fyrir Hauka nánast allan leikinn. Dómararnir Það var lítið kvartað í dómurunum í þessum leik, það verður að segjast og því myndi ég gefa þeim fullt hús stiga fyrir sína frammistöðu. Stemning og umgjörð Það hefði mögulega getað skapast aðeins meiri stemning á meðal stuðningsfólks á pöllunum og held ég að leikmenn Gróttu hafi verið að búast við því, eða að minnsta kosti hafði Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, orð á því eftir leik í viðtali. Umgjörðin var til fyrirmyndar. Róbert Gunnarsson: Fullt hrós á Birki og Skarphéðinn Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Anton Brink „Það fór í rauninni allt úrskeiðis í dag,“ byrjaði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir tap liðsins gegn Haukum. „Við náðum ekki upp neinni vörn og þess vegna engri markvörslu en ég verð samt að gefa Haukunum það að þeir spiluðu hrikalega vel. Þeir voru með hörku skot fyrir utan sem er auðvitað bara gaman að sjá í þessari deild að það séu einhverjir sem geta þetta og þess vegna bara fullt hrós á Birki og Skarphéðinn,“ hélt Róbert áfram að segja. Róbert talaði aðeins meira um vörnina en hann segist hafa reynt mismunandi hluti. „Við reyndum að mæta þeim á níu metrum í hávörn en þeir skutu bara yfir og skoruðu þannig það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Róbert talaði síðan um ákveðinn vendipunkt í leiknum, byrjun seinni hálfeiks, þar sem Grótta átti ágætis sprett og hefði getað komið til baka. „Mér fannst að þegar það voru tuttugu mínútur eftir að þá áttum við alveg möguleika á að koma þessu niður í þrjú, fjögur mörk og þá mögulega hefði kannski komið spenna í þetta og stuðningsmennirnir hefðu tekið við sér. En síðan dó það út og því fór sem fór.“ „Jú, það var komið kannski smá vonleysi undir lokin enda tapaður leikur. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir en við lærum að þessum leik,“ endaði Róbert Gunnarsson að segja. Aron Rafn Eðvarsson: Klassa frammistaða Aron Rafn Eðvarðsson fagnar markvörsluVísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður með þennan sigur, við spiluðum ótrúlega vel,“ byrjaði Aron Rafn Eðvarsson, markvörður Hauka, að segja eftir leik. „Það er mjög gott að koma hérna út á nes og taka tvö stig og þetta var heilt yfir bara klassa frammistaða hjá öllu liðinu,“ hélt Aron áfram að segja. Aron vildi meina að Haukaliðið hafi í kvöld verið að sýna sínar allra bestu hliðar. „Ég meina verður maður ekki að segja það. Við skorum 42 mörk og fáum á okkur 25 sem er bara nokkuð gott þó svo að ég hefði reyndar viljað verja svona fimm auka bolta en það er alltaf þannig hjá okkur markvörðunum.“ Aron talaði sérstaklega um varnarleikinn „Já alveg klárlega, sóknarleikurinn er búinn að vera góður og mér finnst við líka að vera þéttast varnalega. Við vorum farnir að fá á okkur 30 mörk í hverjum leik en í síðustu tveimur hefur það batnað þar sem við fengum á okkur 25 í kvöld og 27 held ég í síðasta leik.“ Aron varði ekki bara mikið af skotum í leiknum heldur skoraði hann einnig þrjú, rétt eins og hann gerði gegn Cocks um daginn. „Ég skoraði líka þrjú gegn Cocks um daginn, þannig það er gaman að þessu,“ endaði Aron Rafn á að segja.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti