Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström.
Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni.
Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“.
Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims.
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna.
„Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“