„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 10:06 B-týpan Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist hafa verið ófríður unglingur með eindæmum en á þeim árum hafi fjandinn sjálfur orðið laus þegar hún kynntist rappinu. Sem hún elskar enn, þó verandi með karlakórsblæti og hlusti mikið á klassíska tónlist. Vísir/Vilhelm Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerði þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Úffff.... ég er sjálfsagt eins og versti unglingur, ein mesta B-týpa sem fyrirfinnst en alltaf að reyna að vera A-týpan sem vaknar snemma og er til fyrirmyndar. Til að vera alveg hreinskilin, þá vakna ég eins seint og ég mögulega kemst upp með. Ég sef alltaf með eyrnatappa, og hef gert frá því að ég var unglingur, og ég ósjaldan mæti með eyrnatappana á fyrsta viðkomustað eftir að ég vakna þar sem ég gleymdi að taka þá úr. Það bregst síðan varla að ég mæti alltaf ómáluð í vinnuna enda vaknaði ég tíu mínútum áður en ég fór út úr húsi. Um leið og ég mæti fæ ég mér fyrsta kaffibollann, tek símtöl og mála mig, allt á sama tíma til að ná upp þessum auka tíma í svefn sem ég seldi mér fyrr um morguninn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Snúsa vekjaraklukkuna, það er einfaldlega það fyrsta sem ég geri. Ég snúsa síðan aftur og aftur og aftur og allir aðrir á heimilinu komnir á fætur nema ég... Sambýlismaður minn er ein mesta morgunmanneskja og A-týpa sem ég þekki, og það getur líka verið gjörsamlega óþolandi. Mögulega aðeins minna óþolandi þegar færir hann mér kaffi í rúmið. Hvaða lag frá unglingsárunum kemur þér enn alltaf í stuðgírinn? „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár, leit að minnsta kosti ekki út sem staðalímyndin stemmningar eða stuðs. Ég var með ófríðari unglingum sem um getur, fólk heldur kannski að ég sé að færa í stílinn en svo er bara alls ekki. Fjölskyldan og vinir geta vottað fyrir þetta. Ég er alin upp við klassíska tónlist og hef og mun alltaf hlusta mikið á hana. Ég er síðan með alvarlegt karlakórablæti og ekki láta mig byrja á kirkjukórum frá miðöldum. Fjandinn varð hins vegar laus þegar ég, ófríði unglingurinn sem lærði á fiðlu með mjög lélegum árangri, kynntist rappinu á unglingsárunum og þá var ekki aftur snúið; ég einfaldlega elska rapp, bæði þá og nú. Upp úr stendur CREAM með Wu Tang Clan og svo Zealots og The Mask með Fugees. Seinna var það lag sem ég hlusta alltaf mjög reglulega á þegar ég er í þeim ham þá er það Bent Nálgast með XXX Rottweiler. Hjálpi mér allir, og öllum öðrum, þegar ég dett í þann gírinn.“ Margrét segist geta verið ofurskipulögð þegar hún þarf að vera það en kvöldin nýtir hún í að fara yfir verkefni morgundagsins og þau verkefni sem mögulega náðist ekki að klára yfir daginn. Margrét forgangsraðar síðan verkefnunum sínum og segir skipulagið sitt því einna helst felast í að greina brýnni verkefni frá öðrum. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Við hjá Bændasamtökunum erum nýbúin komin úr hringferð um landið þar sem við höfum fundað með bændum. Það hefur verið virkilega gaman, fróðlegt og gagnlegt. Þessa dagana erum við síðan að fá frambjóðendur allra flokka í heimsókn til okkar enda mikilvægt að kynna áframhaldandi og væntanlega þingmenn fyrir þeim áskorunum sem framundan eru í tengslum við landbúnaðinn. Til að mynda þarf innlend matvælaframleiðsla að aukast um hartnær 64% á næstu þrjátíu árum til að mæta fólksfjölgun og til þess þurfum við bændur. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég reyni að skrá allt í dagatalið en það hefur verið virkileg áskorun fyrir mig að læra á Teams umhverfið þar sem ég kem úr Google. Ég er mjög tækniheft, mér tókst til dæmis í fyrsta skipti í gær að tengja bankakortið mitt við símann – og er sú í vinkonuhópnum sem er alltaf með kort og kemst því alltaf í hraðbanka í útlöndum, annað en þær. ... en já alla vega....Ég er síðan með minnisbók sem ég skrifa í rauninni allt í, þarfa hluti og óþarfa, og það væri agalegt ef hún myndi týnast. Ég er hins vegar óþolandi skipulögð þegar ég ætla mér það, og ég þarf þess virkilega þessa dagana þar sem ég er mikið á fundum og margir boltar á lofti. Kvöldið fyrir vinnudag er ég mikið að fara yfir næsta dag, undirbý mig, skoða dagatalið og skipulegg daginn út frá því. Mér finnst ágætt að nýta kvöldin að fara yfir verkefni sem ég hef ekki náð að gera yfir daginn. Ég þarf mikið að forgangsraða verkefnum og það er í raun einna helst það sem skipulagningin hjá mér felst í; greina brýnna verkefni frá öðrum á hverjum tíma. Við erum alltaf með kaffi klukkan 10 og ég reyni að bóka ekki fundi þá til að verja tíma með starfsfólkinu en það gengur ekki alltaf vel. Það stendur hins vegar til batnaðar enda afspyrnu gott samstarfsfólk sem ég vinn með þar sem samtökin væru ekkert án þeirra og hvað þá ég. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Alltof seint. Eins og óþekkur krakki í rauninni. Ég get fests í vinnutengdum verkefnum, fengið þráhyggju fyrir ákveðnum hlutum eitthvað sem ég skil ekki og það er ekkert sem fer jafn mikið í taugarnar á mér þegar ég skil ekki hluti. Síðan get ég líka fengið þráhyggju fyrir einhverju alveg ótengdu vinnunni; það er svo oft sem ég vaki langt fram eftir að lesa mér til um hluti. Núna er ég með þráhyggju fyrir málsháttum, orðatiltækum og samheitum. Í síðustu viku fékk ég til dæmis á heilann að Frank Sinatra var fyrst af öllum boðið að leika John McClane í Die Hard myndunum og að sniglar hafa 1,000 til 12,000 tennur; það er algjörlega fáránlegt. Kaffispjallið Tengdar fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerði þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Úffff.... ég er sjálfsagt eins og versti unglingur, ein mesta B-týpa sem fyrirfinnst en alltaf að reyna að vera A-týpan sem vaknar snemma og er til fyrirmyndar. Til að vera alveg hreinskilin, þá vakna ég eins seint og ég mögulega kemst upp með. Ég sef alltaf með eyrnatappa, og hef gert frá því að ég var unglingur, og ég ósjaldan mæti með eyrnatappana á fyrsta viðkomustað eftir að ég vakna þar sem ég gleymdi að taka þá úr. Það bregst síðan varla að ég mæti alltaf ómáluð í vinnuna enda vaknaði ég tíu mínútum áður en ég fór út úr húsi. Um leið og ég mæti fæ ég mér fyrsta kaffibollann, tek símtöl og mála mig, allt á sama tíma til að ná upp þessum auka tíma í svefn sem ég seldi mér fyrr um morguninn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Snúsa vekjaraklukkuna, það er einfaldlega það fyrsta sem ég geri. Ég snúsa síðan aftur og aftur og aftur og allir aðrir á heimilinu komnir á fætur nema ég... Sambýlismaður minn er ein mesta morgunmanneskja og A-týpa sem ég þekki, og það getur líka verið gjörsamlega óþolandi. Mögulega aðeins minna óþolandi þegar færir hann mér kaffi í rúmið. Hvaða lag frá unglingsárunum kemur þér enn alltaf í stuðgírinn? „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár, leit að minnsta kosti ekki út sem staðalímyndin stemmningar eða stuðs. Ég var með ófríðari unglingum sem um getur, fólk heldur kannski að ég sé að færa í stílinn en svo er bara alls ekki. Fjölskyldan og vinir geta vottað fyrir þetta. Ég er alin upp við klassíska tónlist og hef og mun alltaf hlusta mikið á hana. Ég er síðan með alvarlegt karlakórablæti og ekki láta mig byrja á kirkjukórum frá miðöldum. Fjandinn varð hins vegar laus þegar ég, ófríði unglingurinn sem lærði á fiðlu með mjög lélegum árangri, kynntist rappinu á unglingsárunum og þá var ekki aftur snúið; ég einfaldlega elska rapp, bæði þá og nú. Upp úr stendur CREAM með Wu Tang Clan og svo Zealots og The Mask með Fugees. Seinna var það lag sem ég hlusta alltaf mjög reglulega á þegar ég er í þeim ham þá er það Bent Nálgast með XXX Rottweiler. Hjálpi mér allir, og öllum öðrum, þegar ég dett í þann gírinn.“ Margrét segist geta verið ofurskipulögð þegar hún þarf að vera það en kvöldin nýtir hún í að fara yfir verkefni morgundagsins og þau verkefni sem mögulega náðist ekki að klára yfir daginn. Margrét forgangsraðar síðan verkefnunum sínum og segir skipulagið sitt því einna helst felast í að greina brýnni verkefni frá öðrum. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Við hjá Bændasamtökunum erum nýbúin komin úr hringferð um landið þar sem við höfum fundað með bændum. Það hefur verið virkilega gaman, fróðlegt og gagnlegt. Þessa dagana erum við síðan að fá frambjóðendur allra flokka í heimsókn til okkar enda mikilvægt að kynna áframhaldandi og væntanlega þingmenn fyrir þeim áskorunum sem framundan eru í tengslum við landbúnaðinn. Til að mynda þarf innlend matvælaframleiðsla að aukast um hartnær 64% á næstu þrjátíu árum til að mæta fólksfjölgun og til þess þurfum við bændur. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég reyni að skrá allt í dagatalið en það hefur verið virkileg áskorun fyrir mig að læra á Teams umhverfið þar sem ég kem úr Google. Ég er mjög tækniheft, mér tókst til dæmis í fyrsta skipti í gær að tengja bankakortið mitt við símann – og er sú í vinkonuhópnum sem er alltaf með kort og kemst því alltaf í hraðbanka í útlöndum, annað en þær. ... en já alla vega....Ég er síðan með minnisbók sem ég skrifa í rauninni allt í, þarfa hluti og óþarfa, og það væri agalegt ef hún myndi týnast. Ég er hins vegar óþolandi skipulögð þegar ég ætla mér það, og ég þarf þess virkilega þessa dagana þar sem ég er mikið á fundum og margir boltar á lofti. Kvöldið fyrir vinnudag er ég mikið að fara yfir næsta dag, undirbý mig, skoða dagatalið og skipulegg daginn út frá því. Mér finnst ágætt að nýta kvöldin að fara yfir verkefni sem ég hef ekki náð að gera yfir daginn. Ég þarf mikið að forgangsraða verkefnum og það er í raun einna helst það sem skipulagningin hjá mér felst í; greina brýnna verkefni frá öðrum á hverjum tíma. Við erum alltaf með kaffi klukkan 10 og ég reyni að bóka ekki fundi þá til að verja tíma með starfsfólkinu en það gengur ekki alltaf vel. Það stendur hins vegar til batnaðar enda afspyrnu gott samstarfsfólk sem ég vinn með þar sem samtökin væru ekkert án þeirra og hvað þá ég. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Alltof seint. Eins og óþekkur krakki í rauninni. Ég get fests í vinnutengdum verkefnum, fengið þráhyggju fyrir ákveðnum hlutum eitthvað sem ég skil ekki og það er ekkert sem fer jafn mikið í taugarnar á mér þegar ég skil ekki hluti. Síðan get ég líka fengið þráhyggju fyrir einhverju alveg ótengdu vinnunni; það er svo oft sem ég vaki langt fram eftir að lesa mér til um hluti. Núna er ég með þráhyggju fyrir málsháttum, orðatiltækum og samheitum. Í síðustu viku fékk ég til dæmis á heilann að Frank Sinatra var fyrst af öllum boðið að leika John McClane í Die Hard myndunum og að sniglar hafa 1,000 til 12,000 tennur; það er algjörlega fáránlegt.
Kaffispjallið Tengdar fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01
„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03