Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar 16. nóvember 2024 11:32 Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun