Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Margir hafa fallið í yfirlið á The Substance sem er í bíó um þessar mundir en myndin kemst þó ekki með tærnar þar sem Holskurðir Dr. Doyen hefur hælana. Vísir/Hjalti Kvikmyndir geta haft ótrúleg áhrif á mann, jafnvel svo mikil að maður missir alla stjórn á líkamanum og fellur í yfirlið. Hérlendis hafa nokkrar slíkar myndir verið sýndar og teygir saga þeirra sig aftur í árdaga íslenskra kvikmyndasýninga. Um miðjan október bárust fréttir af yfirliði bíógesta á kvikmyndinni The Substance. Það vakti athygli að ekki var um eitt einangrað atvik að ræða heldur endurtekið mynstur. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, sagðist aldrei hafa upplifað jafnsterk viðbrögð við nokkurri mynd. Sjá einnig: „Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd“ Fyrst leið yfir mann á sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni RIFF, 28. september. Síðan leið yfir tvo bíógesti í Bíó Paradís 13. október, þar af kastaði annar þeirra upp. Sjónarvottur sá svo mann hníga niður á sýningu myndarinnar tveimur dögum síðar. Tilvikin því að minnsta kosti fjögur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er um að ræða einsdæmi á Íslandi. Gömul dagblöð og viðtöl við bíónörda leiða í ljós að liðið hefur yfir íslenska bíógesti oft áður. „Taugaslapt fólk getur með naumindum horft á hana“ Stefán Pálsson, sagnfræðingur og spekúlant um hin ýmsu málefni, sagði sögu tilvika af þessu tagi ná að minnsta kosti hundrað ár aftur í tímann. „Ef farið er alveg aftur í fyrndina þá var náttúrulega nógu æsilegt að menn sæju hreyfimynd,“ segir Stefán. Hann útskýrir að fyrstu ár Reykjavíkur-Biograftheater í Fjalakettinum, sem fékk snemma viðurnefnið Gamla bíó, voru sýndar kvikmyndir samsettar úr litlum stuttmyndabútum. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, býr yfir mikilli þekkingu um hin ýmsu mál.Vísir/Ívar Fannar „Þar ægir öllu saman; grínsketsar, fólk að dansa og myndir af frægu fólki í útlöndum. Þar var spiluð, ásamt öðru efni, mynd sem sýndi uppskurð. Þá voru menn hreinlega beðnir að kippa henni úr sýningu eftir fjöldayfirlið,“ segir Stefán. Myndin sem hann vísar í hét Holskurðir Dr. Doyen og sýndi kviðarholsaðgerð sem franski læknirinn Eugéne-Louis Doyen framkvæmdi. Hún var sýnd nokkrum sinnum í Gamla bíói 1916. „Mynd þessi er mjög fróðleg, og hefir alstaðar erlendis verið mjög eftirspurð, en taugaslapt fólk getur með naumindum horft á hana. Að þessari mynd fá börn alls ekki aðgang!“ stóð í auglýsingu í Vísi árið 1916. Franski skurðlæknirinn Eugéne-Louis Doyen aðskilur síamstvíburana Radhiku og Dudhiku Nayak árið 1902. Dudhika lést skömmu eftir aðgerðina en Radhika jafnaði sig en dó þó ári síðar úr berklum.Getty Tugir manna „vaktir til lífs“ aftur með Hoffmannsdropum Enn kostulegra er að lesa upprifjun Peters Petersen á fyrstu árum íslenskra kvikmyndahúsa í tímaritinu Stjörnum árið 1952. Þar rifjar hann upp viðbrögð bíógesta við mynd Doyen, sem hann kallar reyndar Uppskurðir Dr. Doyens. Fjalakötturinn var á Aðalstræti 8 og var fyrsta íslenska kvikmyndahúsið. Sýningum lauk í húsinu árið 1926. „Á meðan hún var sýnd leið daglega yfir 40 til 50 manns, og voru þeir „vaktir til lífs“ aftur með Hoffmannsdropum! Er hún hafði verið sýnd í viku, bað Jón Magnússon, bæjarfógeti, mig að hætta að sýna hana, og gerði ég það,“ segir Petersen og bætir síðan við: „Einkennilegt var, að þeir sem veikastir voru fyrir voru allir háir og sterkvaxnir karlmenn. Man ég sérstaklega eftir togaraeiganda nokkrum. Hann stakk nefinu rétt inn um dyrnar og horfði á myndina augnablik. Þegar hann kom út, buðum við honum Hoffmannsdropa, en hann sagðist eigi þurfa þeirra með. Í sömu andránni leið yfir hann og datt hann niður tröppurnar niður í forstofuna, en sakaði ekki. Kvöldið eftir fór alveg eins fyrir ungum manni, er starfaði í Stjórnarráðinu.“ Áhyggjur af áhrifum nektar og splatter-mynda á börnin Stefán Pálsson mundi ekki eftir öðrum sambærilegum dæmum en benti á að vegna ritskoðunar hafi alls ekki allt komið í bíóin hérlendis. „Það var mikil sjálfsritskoðun í kvikmyndum og svo var kvikmyndaeftirlitið tekið upp. Menn höfðu áhyggjur af áhrifum kvikmynda á almenning en það var nekt sem kom mönnum helst í vandræði. Í árdaga kvikmyndaeftirlits á Íslandi höfðu menn þungar áhyggjur af splatter-myndum og öðru slíku. Slíkt efni rataði voða lítið í formlegt bíó,“ segir Stefán en splatter-myndir eru hryllingsmyndir sem gera sérstaklega út á blóðsúthellingar og grafískt ofbeldi. Greinin „Taumlaust blóðbað án listræns tilgangs“ eftir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðing birtist í Ritinu árið 2019. Hann rekur sögu íslenska Kvikmyndaeftirlitsins sem var stofnað árið 1932 en framan af var hlutverk þess að meta hvort kvikmyndir væru við hæfi barna. Bíóhúsin máttu hins vegar sýna fullorðnum allar myndir nema klámmyndir. Ef sýna átti kvikmynd sem matsmönnum ofbauð svo „að óvíst væri einu sinni að fullorðnir gætu meðtekið hana sér að skaðlausu var lögregluyfirvöldum gert viðvart,“ segir í greininni. Opinber fulltrúi bættist þá í hópinn og ef hann var sammála matsmönnum var fallið frá sýningum. Einnig voru dæmi þess að bíóin klipptu myndir áður en þær voru teknar til sýninga. Leið yfir karlmann „mörgu kvenfólki til mikillar ánægju“ Ein áhrifamikil kvikmynd sem slapp í gegn og var sýnd hérlendis var Psycho (1960) eftir Alfred Hitchcock. Ýmsar tröllasögur urðu til um viðbrögð fólks við myndinni og skrifuðu bandarísk dagblöð um yfirlið þarlendra bíógesta yfir sturtuatriðinu fræga. Anthony Perkins mundar hnífinn í hlutverki Norman Bates.Getty Þá átti einn reiður faðir vestanhafs að hafa sent Hitchcock bréf vegna þess að dóttir hans neitaði að fara í sturtu eftir að hafa séð myndina. Hitchcock á að hafa svarað: „Sendu hana í efnalaug“ (e. „Send her to the dry cleaners“). Hérlendis var fólk ekkert minna skelkað en bandarískir áhorfendur yfir Psycho og var myndinni lýst svo í Vikunni árið 1961: „Hún er þannig úr garði gerð að taugaveiklað fólk þolir alls ekki að sjá hana og aðrir kannski varla heldur.“ Þegar myndin var sýnd í Háskólabíói árið 1963 birtist greinin „Leið yfir bíógesti“ í Nýjum vikutíðindum. Þar sagði að myndin væri spennandi og dularfull og svo hrollvekjandi í einu atriði að liðið hafi yfir bíógesti. „Ekki er það þó eingöngu kvenfólk, sem orðið hefur fyrir þeim óþægindum. Á sunnudaginn var leið nefnilega yfir karlmenn, mörgu kvenfólki til mikillar ánægju.“ Janet Leigh öskrar í sturtuatriðinu eftirminnilega í Psycho.Getty Fósturlát breytti kvikmyndasögunni Önnur mynd sem varð alræmd vegna viðbragða áhorfenda var Freaks (1932) eftir Tod Browning. Listræni stjórnandinn Merrill Pye lýsti prufusýningu (e. test screening) myndarinnar svo: „Þegar sýningin var hálfnuð, stóð fullt af fólki upp og hljóp út. Þau gengu ekki út heldur hlupu.“ Þá urðu einhverjir gestanna veikir, það leið yfir aðra og ein kona sagði myndina hafa valdið fósturláti hjá sér og hótaði að lögsækja MGM sem framleiddi Freaks. Án þess að bera það undir Browning var myndin klippt niður úr 90 mínútum í rúman klukkutíma. Þessi hálftími sem var klipptur burt hefur líklega endað í ruslinu því hann hefur aldrei fundist aftur. Leikstjórinn Tod Browning ásamt leikhópi kvikmyndarinnar Freaks sem fjallar um fólk sem vinnur í sirkus.Getty Páll Óskar Hjálmtýsson poppari er þekktur fyrir áhuga sinn á óvenjulegum kvikmyndum en hann á einmitt eintak af Freaks á 8mm filmu. Blaðamaður hafði samband við Pál til að athuga hvort hann ræki minni til einhverra yfirliða í íslenskum kvikmyndahúsum. „Ég hef því miður aldrei verið viðstaddur sýningu þar sem líður yfir fólk í hrönnum. Maður heyrði af þessu í gamla daga. Þegar The Exorcist var frumsýnd 1973 fóru svipaðar sögur af stað. Ég veit ekki hversu mikið er til í þessu, oftar en ekki er þetta notað sem auglýsingatrikk eða ,gimmick‘.“ „Hryllingsmyndatréð er búið að vaxa og dafna alveg frá því fólk fór að sjá þöglar myndir í bíó um aldamótin 1900. Venjulega eru þær auglýstar sem ,það hryllilegasta sem nokkurn tímann hefur sést‘. En mér þætti gaman að vita yfir hvaða myndum fólk sýnir í raun líkamleg viðbrögð,“ sagði Páll. Páll Óskar elskar hryllingsmyndir og er algjör bíónörd.Vísir/Vilhelm Ælupokar og titringur í sætum Þá rifjaði Páll Óskar upp sögur af nokkrum bandarískum „gimmick-gaurum“ sem voru sérstaklega brögðóttir. „Annar þeirra var Herschell Gordon-Lewis sem bjó til fyrstu splatter-mynd sögunnar 1963, Blood Feast. Hann var svo viss í sinni sök að hann gaf fólki ælupoka við innganginn. Það hafa fleiri gert síðan,“ segir Páll. Starfsfólk Bíó Paradísar hefur einmitt tekið upp á því að gefa fólki sem ætlar á The Substance ælupoka. „Hinn gaurinn hét William Castle. Hann gekk ansi langt í sínum bellibrögðum og náði á einhvern snilldarlegan hátt að láta það sem var að gerast á tjaldinu smitast út í sal. Besta dæmið um það er The Tingler.“ Vincent Price lék brjálaðan vísindamann í The Tingler og hér er hann með tilraunadýr.Getty Sú mynd er frá 1959 og fjallar um brjálaðan vísindamann, leikinn af Vincent Price, sem uppgötvar að óttinn er skriðdýr sem býr í mænu fólks. Mállaus kona sem rekur bíóhús lendir í óttanum en getur ekki öskrað og deyr úr hræðslu. „Vísindamaðurinn nær í skottið á henni, skellir henni á skurðarborðið, sker mænuna upp og nær skriðkvikindinu lifandi út úr henni,“ segir Páll. „En áður en hann veit af sleppur kvikindið úr lúkunum á honum, út úr skurðstofunni og inn í bíósal. Það var akkúrat á því mómenti sem William Castle setti í gang smá rafstuð í ákveðin sæti í bíóinu. Liðið sem fann titringinn í sætinu trylltist og hljóp öskrandi út.“ Hins vegar grunar Pál að sögurnar um yfirlið og ælu séu oftar en ekki ýktar í auglýsingaskyni. „Ég held að það sé algengar í raunheimum að fólk gangi út, annað hvort vegna þess að því ofbýður eða því hundleiðist.“ Þú munt öskra líka... ef þú metur líf þitt einhvers virði! Ekkert jafn hræðilegt í hryllingsannálunum! „Stórskaðleg áhrif á geðheilsu fjölda manna“ Eins og Páll nefndi var mikil fjölmiðlaumfjöllun um The Exorcist. Fréttir af yfirliði fólks bárust utan úr heimi en þar spilaði líka inn í að myndin fjallaði um djöfulinn og kirkjuna. Kirkjuþing varaði sérstaklega við því að myndin yrði sýnd hérlendis. Margir höfðu áhyggjur af því að The Exorcist yrði sýnd hérlendis, sérstaklega þjóðkirkjan.Morgunblaðið „Hvarvetna þar sem mynd þessi hefur verið sýnd hefur hún haft stórskaðleg áhrif á geðheilsu fjölda manna. Kirkjuþing leyfir sér að vænta þess, að kvikmyndahúsaeigendur hafi þá ábyrgðartilfinningu, að þeir bjóði ekki þessari hættu hingað heim,” sagði í umfjöllun DV um málið. The Exorcist var þó á endanum sýnd og hefur blaðamaður ekki fundið neina umfjöllun um að íslenskir bíógestir hafi fallið í yfirlið á sýningum á henni. Kostulegt er að lesa um það þegar blaðamaður Vísis náði tali af saksóknara ríkisins eftir prufusýningu á The Exorcist árið 1975. Blaðamaður Vísis náði í skottið á saksóknarar ríkisins eftir að hann kom út af prufusýningu á The Exorcist.Vísir „Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það, hvort sýningar verði leyfðar á þessari kvikmynd. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu,” sagði saksóknarinn en með honum horfðu fulltrúi lögreglustjóra, fulltrúi kvikmyndaeftirlitsins og sýningarráð Austurbæjarbíós á prufusýninguna. „Það finnst ekkert saknæmt við þessa mynd og ég trúi ekki öðru en að bíóið fái að sýna hana,“ sagði Árni Kristjánsson, forstjóri Austurbæjarbiós, í viðtali við Vísi eftir prufusýninguna. Þá hafði Stefán Á. Jónsson, sýningarstjóri Austurbæjarbíós, þetta að segja: „Þessi mynd er nauðaómerkileg. Ég get ekki skilið hvað menn hafa getað séð voðalegt við hana. Sumar kvikmyndanna um Frankenstein hafa verið meira hrollvekjandi.“ Linda Blair lék hina andsetnu Regan MacNeil í The Exorcist.Getty Hrottaleg nauðgun, pyntingar og mannát Blaðamaður fann engin dæmi um yfirlið íslenskra bíógesta frá áttunda áratugnum og út þann tíunda. Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um yfirlið erlendis er líka vandfundin og það er ekki fyrr en upp úr aldamótum sem fréttir af fjöldayfirliðum berast að utan. Viðbrögð gesta á frumsýningu frönsku kvikmyndarinnar Irrevérsible á Cannes árið 2002 voru svakaleg. Fréttin „Leikkonan leit undan“ birtist í helgarblaði DV um sumarið en þar segir frá því hvernig tuttugu manns þurftu á áfallahjálp að halda eftir að hafa „barið viðbjóðinn augum“. Lýsingar í frétt BBC um málið eru öllu svakalegri og segir þar að 250 manns hafi gengið út og að sjúkraflutningamenn hafi þurft að gefa tuttugu manns súrefni. Þá er vitnað í slökkviliðsstjórann Gerard Courtel sem sagði: „Atriði í þessari mynd eru óbærileg, meira að segja fyrir okkur sérfræðingana.“ Hér má sjá mynd úr einni umdeildustu senu kvikmyndasögunnar. Fjórum árum seinna, í nóvember 2006, birtist „Leið yfir þrjá á Saw“ á Vísi þar sem er greint frá því að starfsfólk kvikmyndahúss í Bretlandi hafi þurft að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sama kvöldið vegna yfirliða gesta á Saw III. Á þessum tímapunkti virðast íslenskir bíógestir vera búnir að venjast hryllingnum og í rúm 40 ár leið ekki yfir neinn. Þetta breytist 2016 þegar bíógestur fékk aðsvif á Deadpool í Smárabíói. Í DV er haft eftir lögreglunni í Kópavogi að liðið hafi yfir viðkomandi og hann þurft aðstoð við að komast út úr bíóinu. Sama ár vakti franska mannætumyndin Raw athygli vegna gesta sem féllu í yfirlið vegna blóðugra efnistakanna og rataði í fréttirnar á Vísi. Með mömmu þegar mannátið bar hann ofurliði Átta árum síðar, í febrúar á þessu ári, gerðist það svo að stöðva þurfti leiksýninguna Kannibalen í Tjarnarbíói eftir að það leið yfir leikhúsgest. Leikritið fjallar um mannátsmál sem komst í hámæli í Þýskalandi um aldamótin þar sem Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Málið var einstakt að því leyti að Brandes gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum sem er svo lýst í leikritinu. Matthías Tryggvi reyndist vera gesturinn viðkvæmi.Aðsend Á daginn kom að maðurinn sem leið yfir var Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld sem áður var í hljómsveitinni Hatara. Í viðtali við DV sagðist hann ekki hafi litið svo á að viðvörunin „Ekki fyrir viðkvæma“ ætti við um sig en hann þyrfti að endurskoða það. Þá er áhugavert að í senunni sem leið yfir Matthías voru ljósin slökkt. „Þetta var bara máttur textans, móðurmálsins og ímyndunaraflsins … og innlifunarinnar sem verkaði svona á mig,“ sagði hann við DV. „Ég datt á leiðinni út og hálfsofnaði í kjöltunni á sjálfum mér fyrir utan, í anddyrinu. Sem betur fer var mamma mín boðsgestur minn þetta kvöld vegna þess að kasólétt eiginkona mín afþakkaði boðið. Þannig að ég var í góðum höndum og svo voru þær að hjúkra mér, starfsmennirnir frammi. Þær gáfu mér djús, það hækkaði blóðsykurinn og hressti andann,“ sagði hann einnig. Ekkert lát á yfirliðunum Og þá erum við komin aftur að The Substance sem hefur verið í sýningu frá 10. október. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort liðið hefði yfir fleiri gesti frá því í hrinunni í byrjun og hafði samband við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar. Starfsmenn Bíó Paradísar eru í stökustu vandræðum vegna Efnisins.visir/vilhelm „Þetta er bara svona ,on-going' mál sem hættir ekkert,“ sagði Hrönn. „Það voru að minnsta kosti tveir í þarsíðustu viku, en það voru búnir að vera svo margir áður. Þetta er að gerast alveg reglulega, sem er mjög skrítið.“ Hrönn segir aðsóknina á The Substance hafa verið mikla því fólk sé spennt að sjá hvað veki svona mikil viðbrögð. „Myndin er alveg svakaleg, það eru engar ýkjur, hún er aggressív og meira að segja hljóðmyndin er ógeðsleg,“ segir hún. „Þetta er í alvörunni vandamál hjá okkur“ „Ég fór að kanna þetta í öðrum löndum og ég sé ekki að þetta hafi verið vandamál annars staðar en þetta er í alvörunni vandamál hjá okkur. Við erum búin að hringja svo oft á sjúkrabíl,“ segir Hrönn. Ertu með tölur yfir það? „Það eru að minnsta kosti fimm tilvik. Svo eru margir sem hefur liðið yfir og þeir hafa ekki viljað að hringt sé á sjúkrabíl. Það er eiginlega bara þegar fólk fær flogakast eða yfirliðið er alvarlegt.“ Eftir að Hrönn ráðfærði sig við samstarfsfólk var staðfest að yfirliðin hafa verið fimm og flogaköstin þrjú. Þar að auki hafi að minnsta kosti tíu til viðbótar farið út af myndinni af því þau fengu aðsvif. Til að bregðast við segir Hrönn að búið sé að setja viðvörunarþríhyrning, bæði á vef bíósins og á staðnum, til að vara flogaveika sérstaklega við myndinni. Sunnudaginn 3. nóvember þurfti starfsfólk Bíó Paradísar að hringja í sjúkrabíl og svo aftur daginn eftir, mánudaginn 4. nóvember. Pez og kók eru Hoffmannsdropar nútímans Hafið þið verið að stoppa sýningarnar? „Það var gert fyrst og svo fór hún aftur í gang. Þá leið yfir næsta og hún var stoppuð aftur. Við erum eiginlega hætt að stoppa myndina því þetta er svo algengt.“ Starfsmenn eru líka komnir með ákveðna meðferðartvennu sem virkar, farnir að gefa viðkvæmu fólki sem þarf að yfirgefa salinn PEZ og kók. Sú blanda virðist hjálpa fólki við að hækka blóðsykurinn og finna jafnvægi. „Mér finnst þetta svo undarlegt. Þetta eru ekki einhverjir krakkar, heldur fólk á mínum aldri, ég er 47 ára. Þetta er fólk sem er ekki að fara í bíó í fyrsta skipti. Svo hefur þetta ekki gerst í öðrum löndum. Ég spyr mig: ,Er þetta múgæsingur? Af hverju er þetta að gerast hér en ekki annars staðar?‘ Ég hef engar skýringar,“ segir hún. Gerist þetta alltaf á sama tíma í myndinni? „Það er allur gangur á því.“ Rauðir Hoffmannsdropar og bleikt pez ættu að geta hjálpað fólki sem fellur í ómegin. Hægra megin má sjá mynd af Hrönn þegar Bíó Paradís skipti Pepsi út fyrir kók árið 2014. Mannætuhelför og pyntingar eiga ekkert í Efnið Þetta hefur ekkert gerst hjá ykkur á öðrum myndum? „Við höfum verið að vara fólk við þegar við erum að sýna myndir sem eru ekki fyrir viðkvæma, við erum svo oft að sýna eitthvað svakalega skrítið stöff. Ég gleymi því ekki þegar við byrjuðum með Svarta sunnudaga, þá vorum við með kynslóð manna, Sjón, Sigurjón Kjartansson og Pál Óskar, sem iðaði í skinninu, eins og litlir krakkar, að sýna allar bönnuðu myndirnar,“ segir Hrönn. Þá hafi verið settur í gang Forboðinn febrúar þar sem myndir, sem höfðu verið á bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins, voru sýndar. Í Forboðnum febrúar árið 2013 voru sýndar fjórar myndir sem höfðu verið bannaðar og því ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum áður. „Þeim fannst svo geggjað að mega loksins sýna Cannibal Holocaust, Saló, In the Realm of the Senses og allar þessar myndir sem voru alræmdar á sínum tíma. Það fór allt bara mjög friðsamlega fram, enginn ældi og það leið ekki yfir neinn.“ Það er spurning hvort yfirliðin halda áfram þar til sýningum á Efninu lýkur. Og lengra nær saga yfirliða íslenskra bíógesta. Er eitthvað mynstur þarna? Það má allavega færa rök fyrir því að The Substance, Holskurðir Dr. Doyen og Kannibalen eigi misþyrmingu mannslíkamans sameiginlega. Kannski skýrast yfirliðin af líkamlegri samkennd. Líkamar bíógestanna hafa fundið svo mikið til að þeir þvinguðu eigendur sína til að líta undan, neyddu þá til að falla í öngviti. Hver veit? Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Um miðjan október bárust fréttir af yfirliði bíógesta á kvikmyndinni The Substance. Það vakti athygli að ekki var um eitt einangrað atvik að ræða heldur endurtekið mynstur. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, sagðist aldrei hafa upplifað jafnsterk viðbrögð við nokkurri mynd. Sjá einnig: „Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd“ Fyrst leið yfir mann á sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni RIFF, 28. september. Síðan leið yfir tvo bíógesti í Bíó Paradís 13. október, þar af kastaði annar þeirra upp. Sjónarvottur sá svo mann hníga niður á sýningu myndarinnar tveimur dögum síðar. Tilvikin því að minnsta kosti fjögur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er um að ræða einsdæmi á Íslandi. Gömul dagblöð og viðtöl við bíónörda leiða í ljós að liðið hefur yfir íslenska bíógesti oft áður. „Taugaslapt fólk getur með naumindum horft á hana“ Stefán Pálsson, sagnfræðingur og spekúlant um hin ýmsu málefni, sagði sögu tilvika af þessu tagi ná að minnsta kosti hundrað ár aftur í tímann. „Ef farið er alveg aftur í fyrndina þá var náttúrulega nógu æsilegt að menn sæju hreyfimynd,“ segir Stefán. Hann útskýrir að fyrstu ár Reykjavíkur-Biograftheater í Fjalakettinum, sem fékk snemma viðurnefnið Gamla bíó, voru sýndar kvikmyndir samsettar úr litlum stuttmyndabútum. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, býr yfir mikilli þekkingu um hin ýmsu mál.Vísir/Ívar Fannar „Þar ægir öllu saman; grínsketsar, fólk að dansa og myndir af frægu fólki í útlöndum. Þar var spiluð, ásamt öðru efni, mynd sem sýndi uppskurð. Þá voru menn hreinlega beðnir að kippa henni úr sýningu eftir fjöldayfirlið,“ segir Stefán. Myndin sem hann vísar í hét Holskurðir Dr. Doyen og sýndi kviðarholsaðgerð sem franski læknirinn Eugéne-Louis Doyen framkvæmdi. Hún var sýnd nokkrum sinnum í Gamla bíói 1916. „Mynd þessi er mjög fróðleg, og hefir alstaðar erlendis verið mjög eftirspurð, en taugaslapt fólk getur með naumindum horft á hana. Að þessari mynd fá börn alls ekki aðgang!“ stóð í auglýsingu í Vísi árið 1916. Franski skurðlæknirinn Eugéne-Louis Doyen aðskilur síamstvíburana Radhiku og Dudhiku Nayak árið 1902. Dudhika lést skömmu eftir aðgerðina en Radhika jafnaði sig en dó þó ári síðar úr berklum.Getty Tugir manna „vaktir til lífs“ aftur með Hoffmannsdropum Enn kostulegra er að lesa upprifjun Peters Petersen á fyrstu árum íslenskra kvikmyndahúsa í tímaritinu Stjörnum árið 1952. Þar rifjar hann upp viðbrögð bíógesta við mynd Doyen, sem hann kallar reyndar Uppskurðir Dr. Doyens. Fjalakötturinn var á Aðalstræti 8 og var fyrsta íslenska kvikmyndahúsið. Sýningum lauk í húsinu árið 1926. „Á meðan hún var sýnd leið daglega yfir 40 til 50 manns, og voru þeir „vaktir til lífs“ aftur með Hoffmannsdropum! Er hún hafði verið sýnd í viku, bað Jón Magnússon, bæjarfógeti, mig að hætta að sýna hana, og gerði ég það,“ segir Petersen og bætir síðan við: „Einkennilegt var, að þeir sem veikastir voru fyrir voru allir háir og sterkvaxnir karlmenn. Man ég sérstaklega eftir togaraeiganda nokkrum. Hann stakk nefinu rétt inn um dyrnar og horfði á myndina augnablik. Þegar hann kom út, buðum við honum Hoffmannsdropa, en hann sagðist eigi þurfa þeirra með. Í sömu andránni leið yfir hann og datt hann niður tröppurnar niður í forstofuna, en sakaði ekki. Kvöldið eftir fór alveg eins fyrir ungum manni, er starfaði í Stjórnarráðinu.“ Áhyggjur af áhrifum nektar og splatter-mynda á börnin Stefán Pálsson mundi ekki eftir öðrum sambærilegum dæmum en benti á að vegna ritskoðunar hafi alls ekki allt komið í bíóin hérlendis. „Það var mikil sjálfsritskoðun í kvikmyndum og svo var kvikmyndaeftirlitið tekið upp. Menn höfðu áhyggjur af áhrifum kvikmynda á almenning en það var nekt sem kom mönnum helst í vandræði. Í árdaga kvikmyndaeftirlits á Íslandi höfðu menn þungar áhyggjur af splatter-myndum og öðru slíku. Slíkt efni rataði voða lítið í formlegt bíó,“ segir Stefán en splatter-myndir eru hryllingsmyndir sem gera sérstaklega út á blóðsúthellingar og grafískt ofbeldi. Greinin „Taumlaust blóðbað án listræns tilgangs“ eftir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðing birtist í Ritinu árið 2019. Hann rekur sögu íslenska Kvikmyndaeftirlitsins sem var stofnað árið 1932 en framan af var hlutverk þess að meta hvort kvikmyndir væru við hæfi barna. Bíóhúsin máttu hins vegar sýna fullorðnum allar myndir nema klámmyndir. Ef sýna átti kvikmynd sem matsmönnum ofbauð svo „að óvíst væri einu sinni að fullorðnir gætu meðtekið hana sér að skaðlausu var lögregluyfirvöldum gert viðvart,“ segir í greininni. Opinber fulltrúi bættist þá í hópinn og ef hann var sammála matsmönnum var fallið frá sýningum. Einnig voru dæmi þess að bíóin klipptu myndir áður en þær voru teknar til sýninga. Leið yfir karlmann „mörgu kvenfólki til mikillar ánægju“ Ein áhrifamikil kvikmynd sem slapp í gegn og var sýnd hérlendis var Psycho (1960) eftir Alfred Hitchcock. Ýmsar tröllasögur urðu til um viðbrögð fólks við myndinni og skrifuðu bandarísk dagblöð um yfirlið þarlendra bíógesta yfir sturtuatriðinu fræga. Anthony Perkins mundar hnífinn í hlutverki Norman Bates.Getty Þá átti einn reiður faðir vestanhafs að hafa sent Hitchcock bréf vegna þess að dóttir hans neitaði að fara í sturtu eftir að hafa séð myndina. Hitchcock á að hafa svarað: „Sendu hana í efnalaug“ (e. „Send her to the dry cleaners“). Hérlendis var fólk ekkert minna skelkað en bandarískir áhorfendur yfir Psycho og var myndinni lýst svo í Vikunni árið 1961: „Hún er þannig úr garði gerð að taugaveiklað fólk þolir alls ekki að sjá hana og aðrir kannski varla heldur.“ Þegar myndin var sýnd í Háskólabíói árið 1963 birtist greinin „Leið yfir bíógesti“ í Nýjum vikutíðindum. Þar sagði að myndin væri spennandi og dularfull og svo hrollvekjandi í einu atriði að liðið hafi yfir bíógesti. „Ekki er það þó eingöngu kvenfólk, sem orðið hefur fyrir þeim óþægindum. Á sunnudaginn var leið nefnilega yfir karlmenn, mörgu kvenfólki til mikillar ánægju.“ Janet Leigh öskrar í sturtuatriðinu eftirminnilega í Psycho.Getty Fósturlát breytti kvikmyndasögunni Önnur mynd sem varð alræmd vegna viðbragða áhorfenda var Freaks (1932) eftir Tod Browning. Listræni stjórnandinn Merrill Pye lýsti prufusýningu (e. test screening) myndarinnar svo: „Þegar sýningin var hálfnuð, stóð fullt af fólki upp og hljóp út. Þau gengu ekki út heldur hlupu.“ Þá urðu einhverjir gestanna veikir, það leið yfir aðra og ein kona sagði myndina hafa valdið fósturláti hjá sér og hótaði að lögsækja MGM sem framleiddi Freaks. Án þess að bera það undir Browning var myndin klippt niður úr 90 mínútum í rúman klukkutíma. Þessi hálftími sem var klipptur burt hefur líklega endað í ruslinu því hann hefur aldrei fundist aftur. Leikstjórinn Tod Browning ásamt leikhópi kvikmyndarinnar Freaks sem fjallar um fólk sem vinnur í sirkus.Getty Páll Óskar Hjálmtýsson poppari er þekktur fyrir áhuga sinn á óvenjulegum kvikmyndum en hann á einmitt eintak af Freaks á 8mm filmu. Blaðamaður hafði samband við Pál til að athuga hvort hann ræki minni til einhverra yfirliða í íslenskum kvikmyndahúsum. „Ég hef því miður aldrei verið viðstaddur sýningu þar sem líður yfir fólk í hrönnum. Maður heyrði af þessu í gamla daga. Þegar The Exorcist var frumsýnd 1973 fóru svipaðar sögur af stað. Ég veit ekki hversu mikið er til í þessu, oftar en ekki er þetta notað sem auglýsingatrikk eða ,gimmick‘.“ „Hryllingsmyndatréð er búið að vaxa og dafna alveg frá því fólk fór að sjá þöglar myndir í bíó um aldamótin 1900. Venjulega eru þær auglýstar sem ,það hryllilegasta sem nokkurn tímann hefur sést‘. En mér þætti gaman að vita yfir hvaða myndum fólk sýnir í raun líkamleg viðbrögð,“ sagði Páll. Páll Óskar elskar hryllingsmyndir og er algjör bíónörd.Vísir/Vilhelm Ælupokar og titringur í sætum Þá rifjaði Páll Óskar upp sögur af nokkrum bandarískum „gimmick-gaurum“ sem voru sérstaklega brögðóttir. „Annar þeirra var Herschell Gordon-Lewis sem bjó til fyrstu splatter-mynd sögunnar 1963, Blood Feast. Hann var svo viss í sinni sök að hann gaf fólki ælupoka við innganginn. Það hafa fleiri gert síðan,“ segir Páll. Starfsfólk Bíó Paradísar hefur einmitt tekið upp á því að gefa fólki sem ætlar á The Substance ælupoka. „Hinn gaurinn hét William Castle. Hann gekk ansi langt í sínum bellibrögðum og náði á einhvern snilldarlegan hátt að láta það sem var að gerast á tjaldinu smitast út í sal. Besta dæmið um það er The Tingler.“ Vincent Price lék brjálaðan vísindamann í The Tingler og hér er hann með tilraunadýr.Getty Sú mynd er frá 1959 og fjallar um brjálaðan vísindamann, leikinn af Vincent Price, sem uppgötvar að óttinn er skriðdýr sem býr í mænu fólks. Mállaus kona sem rekur bíóhús lendir í óttanum en getur ekki öskrað og deyr úr hræðslu. „Vísindamaðurinn nær í skottið á henni, skellir henni á skurðarborðið, sker mænuna upp og nær skriðkvikindinu lifandi út úr henni,“ segir Páll. „En áður en hann veit af sleppur kvikindið úr lúkunum á honum, út úr skurðstofunni og inn í bíósal. Það var akkúrat á því mómenti sem William Castle setti í gang smá rafstuð í ákveðin sæti í bíóinu. Liðið sem fann titringinn í sætinu trylltist og hljóp öskrandi út.“ Hins vegar grunar Pál að sögurnar um yfirlið og ælu séu oftar en ekki ýktar í auglýsingaskyni. „Ég held að það sé algengar í raunheimum að fólk gangi út, annað hvort vegna þess að því ofbýður eða því hundleiðist.“ Þú munt öskra líka... ef þú metur líf þitt einhvers virði! Ekkert jafn hræðilegt í hryllingsannálunum! „Stórskaðleg áhrif á geðheilsu fjölda manna“ Eins og Páll nefndi var mikil fjölmiðlaumfjöllun um The Exorcist. Fréttir af yfirliði fólks bárust utan úr heimi en þar spilaði líka inn í að myndin fjallaði um djöfulinn og kirkjuna. Kirkjuþing varaði sérstaklega við því að myndin yrði sýnd hérlendis. Margir höfðu áhyggjur af því að The Exorcist yrði sýnd hérlendis, sérstaklega þjóðkirkjan.Morgunblaðið „Hvarvetna þar sem mynd þessi hefur verið sýnd hefur hún haft stórskaðleg áhrif á geðheilsu fjölda manna. Kirkjuþing leyfir sér að vænta þess, að kvikmyndahúsaeigendur hafi þá ábyrgðartilfinningu, að þeir bjóði ekki þessari hættu hingað heim,” sagði í umfjöllun DV um málið. The Exorcist var þó á endanum sýnd og hefur blaðamaður ekki fundið neina umfjöllun um að íslenskir bíógestir hafi fallið í yfirlið á sýningum á henni. Kostulegt er að lesa um það þegar blaðamaður Vísis náði tali af saksóknara ríkisins eftir prufusýningu á The Exorcist árið 1975. Blaðamaður Vísis náði í skottið á saksóknarar ríkisins eftir að hann kom út af prufusýningu á The Exorcist.Vísir „Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það, hvort sýningar verði leyfðar á þessari kvikmynd. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu,” sagði saksóknarinn en með honum horfðu fulltrúi lögreglustjóra, fulltrúi kvikmyndaeftirlitsins og sýningarráð Austurbæjarbíós á prufusýninguna. „Það finnst ekkert saknæmt við þessa mynd og ég trúi ekki öðru en að bíóið fái að sýna hana,“ sagði Árni Kristjánsson, forstjóri Austurbæjarbiós, í viðtali við Vísi eftir prufusýninguna. Þá hafði Stefán Á. Jónsson, sýningarstjóri Austurbæjarbíós, þetta að segja: „Þessi mynd er nauðaómerkileg. Ég get ekki skilið hvað menn hafa getað séð voðalegt við hana. Sumar kvikmyndanna um Frankenstein hafa verið meira hrollvekjandi.“ Linda Blair lék hina andsetnu Regan MacNeil í The Exorcist.Getty Hrottaleg nauðgun, pyntingar og mannát Blaðamaður fann engin dæmi um yfirlið íslenskra bíógesta frá áttunda áratugnum og út þann tíunda. Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um yfirlið erlendis er líka vandfundin og það er ekki fyrr en upp úr aldamótum sem fréttir af fjöldayfirliðum berast að utan. Viðbrögð gesta á frumsýningu frönsku kvikmyndarinnar Irrevérsible á Cannes árið 2002 voru svakaleg. Fréttin „Leikkonan leit undan“ birtist í helgarblaði DV um sumarið en þar segir frá því hvernig tuttugu manns þurftu á áfallahjálp að halda eftir að hafa „barið viðbjóðinn augum“. Lýsingar í frétt BBC um málið eru öllu svakalegri og segir þar að 250 manns hafi gengið út og að sjúkraflutningamenn hafi þurft að gefa tuttugu manns súrefni. Þá er vitnað í slökkviliðsstjórann Gerard Courtel sem sagði: „Atriði í þessari mynd eru óbærileg, meira að segja fyrir okkur sérfræðingana.“ Hér má sjá mynd úr einni umdeildustu senu kvikmyndasögunnar. Fjórum árum seinna, í nóvember 2006, birtist „Leið yfir þrjá á Saw“ á Vísi þar sem er greint frá því að starfsfólk kvikmyndahúss í Bretlandi hafi þurft að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sama kvöldið vegna yfirliða gesta á Saw III. Á þessum tímapunkti virðast íslenskir bíógestir vera búnir að venjast hryllingnum og í rúm 40 ár leið ekki yfir neinn. Þetta breytist 2016 þegar bíógestur fékk aðsvif á Deadpool í Smárabíói. Í DV er haft eftir lögreglunni í Kópavogi að liðið hafi yfir viðkomandi og hann þurft aðstoð við að komast út úr bíóinu. Sama ár vakti franska mannætumyndin Raw athygli vegna gesta sem féllu í yfirlið vegna blóðugra efnistakanna og rataði í fréttirnar á Vísi. Með mömmu þegar mannátið bar hann ofurliði Átta árum síðar, í febrúar á þessu ári, gerðist það svo að stöðva þurfti leiksýninguna Kannibalen í Tjarnarbíói eftir að það leið yfir leikhúsgest. Leikritið fjallar um mannátsmál sem komst í hámæli í Þýskalandi um aldamótin þar sem Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Málið var einstakt að því leyti að Brandes gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum sem er svo lýst í leikritinu. Matthías Tryggvi reyndist vera gesturinn viðkvæmi.Aðsend Á daginn kom að maðurinn sem leið yfir var Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld sem áður var í hljómsveitinni Hatara. Í viðtali við DV sagðist hann ekki hafi litið svo á að viðvörunin „Ekki fyrir viðkvæma“ ætti við um sig en hann þyrfti að endurskoða það. Þá er áhugavert að í senunni sem leið yfir Matthías voru ljósin slökkt. „Þetta var bara máttur textans, móðurmálsins og ímyndunaraflsins … og innlifunarinnar sem verkaði svona á mig,“ sagði hann við DV. „Ég datt á leiðinni út og hálfsofnaði í kjöltunni á sjálfum mér fyrir utan, í anddyrinu. Sem betur fer var mamma mín boðsgestur minn þetta kvöld vegna þess að kasólétt eiginkona mín afþakkaði boðið. Þannig að ég var í góðum höndum og svo voru þær að hjúkra mér, starfsmennirnir frammi. Þær gáfu mér djús, það hækkaði blóðsykurinn og hressti andann,“ sagði hann einnig. Ekkert lát á yfirliðunum Og þá erum við komin aftur að The Substance sem hefur verið í sýningu frá 10. október. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort liðið hefði yfir fleiri gesti frá því í hrinunni í byrjun og hafði samband við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar. Starfsmenn Bíó Paradísar eru í stökustu vandræðum vegna Efnisins.visir/vilhelm „Þetta er bara svona ,on-going' mál sem hættir ekkert,“ sagði Hrönn. „Það voru að minnsta kosti tveir í þarsíðustu viku, en það voru búnir að vera svo margir áður. Þetta er að gerast alveg reglulega, sem er mjög skrítið.“ Hrönn segir aðsóknina á The Substance hafa verið mikla því fólk sé spennt að sjá hvað veki svona mikil viðbrögð. „Myndin er alveg svakaleg, það eru engar ýkjur, hún er aggressív og meira að segja hljóðmyndin er ógeðsleg,“ segir hún. „Þetta er í alvörunni vandamál hjá okkur“ „Ég fór að kanna þetta í öðrum löndum og ég sé ekki að þetta hafi verið vandamál annars staðar en þetta er í alvörunni vandamál hjá okkur. Við erum búin að hringja svo oft á sjúkrabíl,“ segir Hrönn. Ertu með tölur yfir það? „Það eru að minnsta kosti fimm tilvik. Svo eru margir sem hefur liðið yfir og þeir hafa ekki viljað að hringt sé á sjúkrabíl. Það er eiginlega bara þegar fólk fær flogakast eða yfirliðið er alvarlegt.“ Eftir að Hrönn ráðfærði sig við samstarfsfólk var staðfest að yfirliðin hafa verið fimm og flogaköstin þrjú. Þar að auki hafi að minnsta kosti tíu til viðbótar farið út af myndinni af því þau fengu aðsvif. Til að bregðast við segir Hrönn að búið sé að setja viðvörunarþríhyrning, bæði á vef bíósins og á staðnum, til að vara flogaveika sérstaklega við myndinni. Sunnudaginn 3. nóvember þurfti starfsfólk Bíó Paradísar að hringja í sjúkrabíl og svo aftur daginn eftir, mánudaginn 4. nóvember. Pez og kók eru Hoffmannsdropar nútímans Hafið þið verið að stoppa sýningarnar? „Það var gert fyrst og svo fór hún aftur í gang. Þá leið yfir næsta og hún var stoppuð aftur. Við erum eiginlega hætt að stoppa myndina því þetta er svo algengt.“ Starfsmenn eru líka komnir með ákveðna meðferðartvennu sem virkar, farnir að gefa viðkvæmu fólki sem þarf að yfirgefa salinn PEZ og kók. Sú blanda virðist hjálpa fólki við að hækka blóðsykurinn og finna jafnvægi. „Mér finnst þetta svo undarlegt. Þetta eru ekki einhverjir krakkar, heldur fólk á mínum aldri, ég er 47 ára. Þetta er fólk sem er ekki að fara í bíó í fyrsta skipti. Svo hefur þetta ekki gerst í öðrum löndum. Ég spyr mig: ,Er þetta múgæsingur? Af hverju er þetta að gerast hér en ekki annars staðar?‘ Ég hef engar skýringar,“ segir hún. Gerist þetta alltaf á sama tíma í myndinni? „Það er allur gangur á því.“ Rauðir Hoffmannsdropar og bleikt pez ættu að geta hjálpað fólki sem fellur í ómegin. Hægra megin má sjá mynd af Hrönn þegar Bíó Paradís skipti Pepsi út fyrir kók árið 2014. Mannætuhelför og pyntingar eiga ekkert í Efnið Þetta hefur ekkert gerst hjá ykkur á öðrum myndum? „Við höfum verið að vara fólk við þegar við erum að sýna myndir sem eru ekki fyrir viðkvæma, við erum svo oft að sýna eitthvað svakalega skrítið stöff. Ég gleymi því ekki þegar við byrjuðum með Svarta sunnudaga, þá vorum við með kynslóð manna, Sjón, Sigurjón Kjartansson og Pál Óskar, sem iðaði í skinninu, eins og litlir krakkar, að sýna allar bönnuðu myndirnar,“ segir Hrönn. Þá hafi verið settur í gang Forboðinn febrúar þar sem myndir, sem höfðu verið á bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins, voru sýndar. Í Forboðnum febrúar árið 2013 voru sýndar fjórar myndir sem höfðu verið bannaðar og því ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum áður. „Þeim fannst svo geggjað að mega loksins sýna Cannibal Holocaust, Saló, In the Realm of the Senses og allar þessar myndir sem voru alræmdar á sínum tíma. Það fór allt bara mjög friðsamlega fram, enginn ældi og það leið ekki yfir neinn.“ Það er spurning hvort yfirliðin halda áfram þar til sýningum á Efninu lýkur. Og lengra nær saga yfirliða íslenskra bíógesta. Er eitthvað mynstur þarna? Það má allavega færa rök fyrir því að The Substance, Holskurðir Dr. Doyen og Kannibalen eigi misþyrmingu mannslíkamans sameiginlega. Kannski skýrast yfirliðin af líkamlegri samkennd. Líkamar bíógestanna hafa fundið svo mikið til að þeir þvinguðu eigendur sína til að líta undan, neyddu þá til að falla í öngviti. Hver veit?
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira