Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar 17. nóvember 2024 20:31 Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun