Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply segir sjálfvirknivæðinguna ekki ráða við alls kyns mannlegar flækjur. Lausn Sweeply miðist því við að vera klæðskerasniðin fyrir gesti og stjórnendur hótela- og gististaða. Fyrirtækið þjónustar nú hótel- og gististaði í 26 löndum. Vísir/Vilhelm „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. Sem þjónustar nú hótel og gististaði í 26 löndum. „Hlutir eins og að tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta, getur verið dæmi um flækjustig sem stjórnendur hótelanna þurfa að geta leyst með lausn Sweeply. Þannig að viðkomandi aðilar úthlutist þá hvorki í verkefni né á vaktir á sama tíma.“ Því notendur Sweeply eru að stórum hluta þernur sem sjá um þrif á hótel- og gististöðum. „Við segjum reyndar oft að lausnin okkar sé á Fisher-Price tungumálinu, þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum með litum og táknum,“ segir Þórhildur og brosir. Sem þó er afar snjöll leið, hafandi í huga að víðast hvar í heiminum er það þekkt staðreynd að tungumálaörðugleikar geta fylgt þeim starfshópum sem starfa við þrif á hótel- og gististöðum. En hvað er þetta Sweeply? 70% gesta vilja ekki dagleg þrif Sweeply er dæmigert íslenskt nýsköpunarfyrirtæki að því leytinu til að eins og oft gerist, fer lausnin sem lagt er af stað með í upphafi í nokkra hringi, áður en endanleg útgáfa verður til og boltinn fer að rúlla. Í tilfelli Sweeply var aðdragandinn í raun hugmynd sem farið var að þróa árið 2015, þó gjörólíkri lausninni sem Sweeply selur og þjónustar í dag. Frá árinu 2022, hefur Sweeply hins vegar unnið að því að færa út kvíarnar með lausn sem hámarkar skilvirkni í rekstri hótela- og gististaða. Að sögn Þórhildar má lýsa lausninni sem nokkurs konar verkefnastjórnunarlausn fyrir hótel og gististaði. Sem ekki aðeins einfaldar yfirsýn og verkefnaúthlutun stjórnenda, heldur skilar sér einfaldlega í mikilli hagræðingu rekstrarlega. „Þó ekki sem enn ein sjálfsafgreiðslulausnin því það verður ekki allt leyst með viðskiptavinum með því að þeir afgreiði sig sjálfir og bíði jafnvel í röðum til að geta afgreitt sig sjálfir,“ segir Þórhildur og útskýrir Sweeply nánar. „Góð þjónusta felst í jákvæðri og góðri upplifun viðskiptavina á þjónustunni sem fólk fær. Sweeply fær í raun fólk til að vera í liði með hagræðingunni því með því að spyrja fólk hvað það kýs helst.“ Sem dæmi tekur Þórhildur þrif á herbergjum. „Það færist í aukana að gestir vilja í raun ekki að herbergin séu þrifin daglega. Það getur hins vegar hljómað mjög illa ef gestir upplifa að þeir geti ekki fengið dagleg þrif. Um leið og Sweeply appið býður gesti velkomna á hótelið eða gististaðinn, spyr það hversu oft það vill fá þrif á herbergjunum,“ segir Þórhildur og bætir við: Sem þýðir að viðskiptavinurinn upplifir það sem sitt val hversu oft þrifin eru. Niðurstaðan er sú að 70% gesta vilja ekki dagleg þrif.“ Sem Þórhildur segir ekki aðeins geta lækkað kostnað verulega fyrir rekstraraðila heldur sé einnig umhverfisvænna og því margt jákvætt við það að geta fækkað þrifum. „Markmiðið okkar er hins vegar að hjálpa gististöðum að auka skilvirknina með því að bjóða upp á persónulega þjónustu á meðan á dvöl stendur. Þannig eru viðskiptavinirnir okkar að lækka kostnaðinn án þess að skerða þjónustuna. Hún þarf alltaf að mælast sem jákvæð upplifun hjá gestum.“ Þórhildur segir mikla hagræðingu felast í því fyrir hótel- og gististaði að nýta sér Sweeply sem flest íslensk hótel gera nú þegar. Bara það eitt og sér að ná meiri skilvirkni út úr verkstjórn herbergisþrifa lækki rekstrarkostnað verulega og nú hefur komið í ljós að 70% gesta kjósa ekki dagleg þrif. Sem bæði er umhverfisvænna og mun ódýrara fyrir rekstraraðila.Vísir/Vilhelm Langhlaupið Til að ná útbreiðslu um heiminn, segir Þórhildur Sweeply vera dugleg að sækja ráðstefnur erlendis. „Þar hittum við rekstraraðila hótel- og gististaða og eins tengda aðila því eitt af því sem skiptir miklu máli í okkar lausn er að Sweeply nýtist auðveldlega með öðrum kerfum sem þessir aðilar eru að nota,“ segir Þórhildur og bætir við: „Salan okkar felst því ekki aðeins í því að fá hótel- og gististaði til að taka upp lausnina okkar, heldur því að finna samstarfsaðila sem eru með hugbúnaðarkerfi sem Sweeply getur tengst og þessi markhópur er að nýta.“ Sitthvað er reynt til að ná athygli í ráðstefnugesta. „Það er ýmislegt gert til að reyna að standa út úr og vera öðruvísi.“ Að hugmyndinni strax í upphafi árið 2015, komu að borði eigendurnir Pétur Orri Sæmundssen, Erlendur Steinn Guðnason, Frans Garðarson og Petar Shomov, en þeir eiga það sammerkt að þekkja allir til hótel- og gististaðareksturs eða Airbnb. Enn starfa þeir hjá fyrirtækinu, nema Pétur Orri sem situr í stjórn. „Fleiri hluthafar eru nú komnir í fyrirtækið og við erum fjármögnuð fram í tímann,“ segir Þórhildur en bætir við að á þessu ári hafi tekjur f yrirtækisins aukist um 70%. Reksturinn er þó ekki orðinn sjálfbær en til að mæta þróunarkostnaði og kostnaði við útrás hefur fyrirtækið líka notið góðs af styrkjum frá Tækniþróunarsjóði. En þetta er langhlaup. „Við sjáum fyrir okkur að verða leiðandi í lausn sem einfaldar rekstur hótela og gististaða og hjálpa þessum fyrirtækjum að lækka kostnaðinn hjá sér þannig að þeir geti þá frekar verið að einbeita sér að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu,“ segir Þórhildur. Sem þó getur reynst erfitt þegar betur er að gáð. „Konur eru upp til hópa þernurnar sem sjá um þrifin á þessum stöðum og margar þeirra hafa unnið við þessi störf í áraraðir. Það er því eðlilegt að innleiðingin á svona stafrænni lausn taki tíma því inn á milli eru alltaf einhverjir sem frekar vilja halda áfram að nota blað og penna til að skrá stöðuna á því hvaða herbergi er búið að þrífa, þarf að þrífa og svo framvegis,“ segir Þórhildur. Tekið skal fram að Sweeply sér þó um úthlutun verkefna langt umfram þrifa. „Það eru þessi fyrirsjáanlegu verkefni sem þarf að endurtaka en síðan þessi ófyrirsjáanlegu sem alltaf koma upp hjá öllum. Til dæmis að eitthvað hafi hellst niður í lyftu og þurfi að þrífa, eitthvað hafi bilað sem þurfi viðhald eða eitthvað vanti inn á herbergjum og svo framvegis. Með Sweeply geta stjórnendur úthlutað verkefnunum en einnig forgangsraðað þeim.“ Flest hótel á Íslandi nýta sér nú þegar Sweeply. Fyrirtækið hefur einnig vaxið hratt erlendis undanfarin misseri en þar er þýski markaðurinn stærstur, síðan sá hollenski og síðan portúgalski. Ellefu manns starfa hjá fyrirtækinu. „Yfirbyggingin er lítil og þarf að vera það, en við störfum fimm á Íslandi, tveir eru í Hollandi, þrír í Úkraínu og einn í Portúgal.“ Fv.: Erlendur, Þórhildur, Frans og Luca öll klædd í jakka í stíl. Hjá Sweeply starfa í dag ellefu starfsmenn, þar af fimm á Íslandi. Þórhildur segir jakkana dæmi um hvernig Sweeply reynir að vekja athygli á ráðstefnum erlendis, en þar myndast oft helstu sölutengslin. Sweeply Heimurinn er alls konar en eins Sjálf er Þórhildur verkfræðingur, með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Berlín. „Enda þetta barn sem var frekar að leika mér í dos töflureikning pabba en í Barbie,“ segir Þórhildur og hlær. Að nema verkfræði í Berlín segir hún að hafi reyndar verið mjög gott. „Berlín er mjög skapandi borg og það að tengja saman verkfræði við það skapandi er mjög gott og lærdómsríkt, ekki síst fyrir alla vöruþróun. Verkfræðin horfir til skilvirkninnar á meðan hinn skapandi heimur horfir til þess að vöruþróunin skapi af sér einhverja fallega vöru.“ Þórhildur segist sannfærð um að með aukinni sjálfvirknivæðingu, þróist öll þjónusta líka í þá átt að verða alltaf persónulegri og persónulegri. Ef þú vilt vera með svona kaffivél á herberginu þínu þegar þú kemur eða að hitinn í herberginu þínu sé 18 gráður við komu, þá einfaldlega biður þú bara um það í gegnum lausn Sweeply og greiðir auðvitað fyrir þá þjónustu sérstaklega.“ Þórhildur starfaði lengi við ráðgjöf bankageiranum en tók við starfi framkvæmdastjóra Sweeply snemma á þessu ári. Er eitthvað sem kemur þér reglulega á óvart að kynnast í þessum hótel- og gististaðageira? „Já það kemur mér aftur og aftur á óvart að heyra alls konar skemmtilegar sögur frá hótelunum sjálfum um allt það ótrúlega sem getur gerst,“ segir Þórhildur og nefnir sem dæmi það sem hún sagði fyrr í viðtalinu um tvær konur og einn gamlan kærasta. „Heilt yfir er það samt athyglisvert að sama hvar rekstraraðilarnir eru staðsettir, eru málin sem þarf að leysa oftast keimlík.“ Í góðu ráðunum segir Þórhildur að mikilvægast sé að halda fókus og hafa úthald í það, líka í gegnum erfiðari tíma. Þannig sé starf frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja í raun ekkert svo ólíkt góðu hjónabandi: Það þurfi úthald.Vísir/Vilhelm Lífið á Íslandi Það er þó ekkert varið í að kveðja Þórhildi án þess að vita eitthvað um hvernig lífinu er háttað á Íslandi. „Ég hef svo sjúklega gott úthald að ég er nú þegar búin að vera gift manninum mínum í tuttugu ár,“ svarar Þórhildur og skellihlær. Eiginmaðurinn umræddi heitir Arnór Ólafsson og saman eiga þau þrjú börn: 7 ára, 9 ára og 13 ára. Hvað með þriðju vaktina? „Jú vissulega er hún þarna,“ svarar Þórhildur íbyggin en bætir við: „Og vissulega er þetta púsluspil að halda heimili og vera í krefjandi vinnu. En við jögglum þessu alltaf einhvern veginn saman þannig að það er að ganga ágætlega sem betur fer.“ Eitt mottó hefur Þórhildur sem eflaust margir gætu tileinkað sér. „Ég hef það markmið að segjast aldrei vera mjög upptekin.“ Hvað áttu við? „Ég trúi því einfaldlega að ef við erum alltaf að segja að við séum ótrúlega upptekin, þá séum við að hugsa svo mikið um það að við náum ekki að fókusa á að við séum einfaldlega að gera fullt af skemmtilegum hlutum með því að vera ekkert að hugsa um að við séum ótrúlega upptekin,“ segir Þórhildur og bætir við: Og mín reynsla er sú að bara með því að vera ekkert að hugsa um að vera ótrúlega upptekin, skapist fullt af plássi í lífinu til að gera enn fleiri skemmtilega hluti.“ En hvaða ráð myndir þú gefa frumkvöðlum sem nú eru að vinna að sinni hugmynd eða taka sín fyrstu skref? „Ég myndi nefna úthald og fókus. Því þótt það sé eðlilegt að nýsköpunarfyrirtæki fari í nokkra hringi í upphafi kemur síðan að því að það sem verður mikilvægast er að halda fókus á kjarnastarfseminni og hafa þá líka úthaldið fyrir erfiðu tímana. Ekkert ósvipað og í hjónabandinu,“ segir Þórhildur og brosir. Hótel á Íslandi Nýsköpun Tækni Ferðalög Mannauðsmál Tengdar fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
Sem þjónustar nú hótel og gististaði í 26 löndum. „Hlutir eins og að tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta, getur verið dæmi um flækjustig sem stjórnendur hótelanna þurfa að geta leyst með lausn Sweeply. Þannig að viðkomandi aðilar úthlutist þá hvorki í verkefni né á vaktir á sama tíma.“ Því notendur Sweeply eru að stórum hluta þernur sem sjá um þrif á hótel- og gististöðum. „Við segjum reyndar oft að lausnin okkar sé á Fisher-Price tungumálinu, þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum með litum og táknum,“ segir Þórhildur og brosir. Sem þó er afar snjöll leið, hafandi í huga að víðast hvar í heiminum er það þekkt staðreynd að tungumálaörðugleikar geta fylgt þeim starfshópum sem starfa við þrif á hótel- og gististöðum. En hvað er þetta Sweeply? 70% gesta vilja ekki dagleg þrif Sweeply er dæmigert íslenskt nýsköpunarfyrirtæki að því leytinu til að eins og oft gerist, fer lausnin sem lagt er af stað með í upphafi í nokkra hringi, áður en endanleg útgáfa verður til og boltinn fer að rúlla. Í tilfelli Sweeply var aðdragandinn í raun hugmynd sem farið var að þróa árið 2015, þó gjörólíkri lausninni sem Sweeply selur og þjónustar í dag. Frá árinu 2022, hefur Sweeply hins vegar unnið að því að færa út kvíarnar með lausn sem hámarkar skilvirkni í rekstri hótela- og gististaða. Að sögn Þórhildar má lýsa lausninni sem nokkurs konar verkefnastjórnunarlausn fyrir hótel og gististaði. Sem ekki aðeins einfaldar yfirsýn og verkefnaúthlutun stjórnenda, heldur skilar sér einfaldlega í mikilli hagræðingu rekstrarlega. „Þó ekki sem enn ein sjálfsafgreiðslulausnin því það verður ekki allt leyst með viðskiptavinum með því að þeir afgreiði sig sjálfir og bíði jafnvel í röðum til að geta afgreitt sig sjálfir,“ segir Þórhildur og útskýrir Sweeply nánar. „Góð þjónusta felst í jákvæðri og góðri upplifun viðskiptavina á þjónustunni sem fólk fær. Sweeply fær í raun fólk til að vera í liði með hagræðingunni því með því að spyrja fólk hvað það kýs helst.“ Sem dæmi tekur Þórhildur þrif á herbergjum. „Það færist í aukana að gestir vilja í raun ekki að herbergin séu þrifin daglega. Það getur hins vegar hljómað mjög illa ef gestir upplifa að þeir geti ekki fengið dagleg þrif. Um leið og Sweeply appið býður gesti velkomna á hótelið eða gististaðinn, spyr það hversu oft það vill fá þrif á herbergjunum,“ segir Þórhildur og bætir við: Sem þýðir að viðskiptavinurinn upplifir það sem sitt val hversu oft þrifin eru. Niðurstaðan er sú að 70% gesta vilja ekki dagleg þrif.“ Sem Þórhildur segir ekki aðeins geta lækkað kostnað verulega fyrir rekstraraðila heldur sé einnig umhverfisvænna og því margt jákvætt við það að geta fækkað þrifum. „Markmiðið okkar er hins vegar að hjálpa gististöðum að auka skilvirknina með því að bjóða upp á persónulega þjónustu á meðan á dvöl stendur. Þannig eru viðskiptavinirnir okkar að lækka kostnaðinn án þess að skerða þjónustuna. Hún þarf alltaf að mælast sem jákvæð upplifun hjá gestum.“ Þórhildur segir mikla hagræðingu felast í því fyrir hótel- og gististaði að nýta sér Sweeply sem flest íslensk hótel gera nú þegar. Bara það eitt og sér að ná meiri skilvirkni út úr verkstjórn herbergisþrifa lækki rekstrarkostnað verulega og nú hefur komið í ljós að 70% gesta kjósa ekki dagleg þrif. Sem bæði er umhverfisvænna og mun ódýrara fyrir rekstraraðila.Vísir/Vilhelm Langhlaupið Til að ná útbreiðslu um heiminn, segir Þórhildur Sweeply vera dugleg að sækja ráðstefnur erlendis. „Þar hittum við rekstraraðila hótel- og gististaða og eins tengda aðila því eitt af því sem skiptir miklu máli í okkar lausn er að Sweeply nýtist auðveldlega með öðrum kerfum sem þessir aðilar eru að nota,“ segir Þórhildur og bætir við: „Salan okkar felst því ekki aðeins í því að fá hótel- og gististaði til að taka upp lausnina okkar, heldur því að finna samstarfsaðila sem eru með hugbúnaðarkerfi sem Sweeply getur tengst og þessi markhópur er að nýta.“ Sitthvað er reynt til að ná athygli í ráðstefnugesta. „Það er ýmislegt gert til að reyna að standa út úr og vera öðruvísi.“ Að hugmyndinni strax í upphafi árið 2015, komu að borði eigendurnir Pétur Orri Sæmundssen, Erlendur Steinn Guðnason, Frans Garðarson og Petar Shomov, en þeir eiga það sammerkt að þekkja allir til hótel- og gististaðareksturs eða Airbnb. Enn starfa þeir hjá fyrirtækinu, nema Pétur Orri sem situr í stjórn. „Fleiri hluthafar eru nú komnir í fyrirtækið og við erum fjármögnuð fram í tímann,“ segir Þórhildur en bætir við að á þessu ári hafi tekjur f yrirtækisins aukist um 70%. Reksturinn er þó ekki orðinn sjálfbær en til að mæta þróunarkostnaði og kostnaði við útrás hefur fyrirtækið líka notið góðs af styrkjum frá Tækniþróunarsjóði. En þetta er langhlaup. „Við sjáum fyrir okkur að verða leiðandi í lausn sem einfaldar rekstur hótela og gististaða og hjálpa þessum fyrirtækjum að lækka kostnaðinn hjá sér þannig að þeir geti þá frekar verið að einbeita sér að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu,“ segir Þórhildur. Sem þó getur reynst erfitt þegar betur er að gáð. „Konur eru upp til hópa þernurnar sem sjá um þrifin á þessum stöðum og margar þeirra hafa unnið við þessi störf í áraraðir. Það er því eðlilegt að innleiðingin á svona stafrænni lausn taki tíma því inn á milli eru alltaf einhverjir sem frekar vilja halda áfram að nota blað og penna til að skrá stöðuna á því hvaða herbergi er búið að þrífa, þarf að þrífa og svo framvegis,“ segir Þórhildur. Tekið skal fram að Sweeply sér þó um úthlutun verkefna langt umfram þrifa. „Það eru þessi fyrirsjáanlegu verkefni sem þarf að endurtaka en síðan þessi ófyrirsjáanlegu sem alltaf koma upp hjá öllum. Til dæmis að eitthvað hafi hellst niður í lyftu og þurfi að þrífa, eitthvað hafi bilað sem þurfi viðhald eða eitthvað vanti inn á herbergjum og svo framvegis. Með Sweeply geta stjórnendur úthlutað verkefnunum en einnig forgangsraðað þeim.“ Flest hótel á Íslandi nýta sér nú þegar Sweeply. Fyrirtækið hefur einnig vaxið hratt erlendis undanfarin misseri en þar er þýski markaðurinn stærstur, síðan sá hollenski og síðan portúgalski. Ellefu manns starfa hjá fyrirtækinu. „Yfirbyggingin er lítil og þarf að vera það, en við störfum fimm á Íslandi, tveir eru í Hollandi, þrír í Úkraínu og einn í Portúgal.“ Fv.: Erlendur, Þórhildur, Frans og Luca öll klædd í jakka í stíl. Hjá Sweeply starfa í dag ellefu starfsmenn, þar af fimm á Íslandi. Þórhildur segir jakkana dæmi um hvernig Sweeply reynir að vekja athygli á ráðstefnum erlendis, en þar myndast oft helstu sölutengslin. Sweeply Heimurinn er alls konar en eins Sjálf er Þórhildur verkfræðingur, með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Berlín. „Enda þetta barn sem var frekar að leika mér í dos töflureikning pabba en í Barbie,“ segir Þórhildur og hlær. Að nema verkfræði í Berlín segir hún að hafi reyndar verið mjög gott. „Berlín er mjög skapandi borg og það að tengja saman verkfræði við það skapandi er mjög gott og lærdómsríkt, ekki síst fyrir alla vöruþróun. Verkfræðin horfir til skilvirkninnar á meðan hinn skapandi heimur horfir til þess að vöruþróunin skapi af sér einhverja fallega vöru.“ Þórhildur segist sannfærð um að með aukinni sjálfvirknivæðingu, þróist öll þjónusta líka í þá átt að verða alltaf persónulegri og persónulegri. Ef þú vilt vera með svona kaffivél á herberginu þínu þegar þú kemur eða að hitinn í herberginu þínu sé 18 gráður við komu, þá einfaldlega biður þú bara um það í gegnum lausn Sweeply og greiðir auðvitað fyrir þá þjónustu sérstaklega.“ Þórhildur starfaði lengi við ráðgjöf bankageiranum en tók við starfi framkvæmdastjóra Sweeply snemma á þessu ári. Er eitthvað sem kemur þér reglulega á óvart að kynnast í þessum hótel- og gististaðageira? „Já það kemur mér aftur og aftur á óvart að heyra alls konar skemmtilegar sögur frá hótelunum sjálfum um allt það ótrúlega sem getur gerst,“ segir Þórhildur og nefnir sem dæmi það sem hún sagði fyrr í viðtalinu um tvær konur og einn gamlan kærasta. „Heilt yfir er það samt athyglisvert að sama hvar rekstraraðilarnir eru staðsettir, eru málin sem þarf að leysa oftast keimlík.“ Í góðu ráðunum segir Þórhildur að mikilvægast sé að halda fókus og hafa úthald í það, líka í gegnum erfiðari tíma. Þannig sé starf frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja í raun ekkert svo ólíkt góðu hjónabandi: Það þurfi úthald.Vísir/Vilhelm Lífið á Íslandi Það er þó ekkert varið í að kveðja Þórhildi án þess að vita eitthvað um hvernig lífinu er háttað á Íslandi. „Ég hef svo sjúklega gott úthald að ég er nú þegar búin að vera gift manninum mínum í tuttugu ár,“ svarar Þórhildur og skellihlær. Eiginmaðurinn umræddi heitir Arnór Ólafsson og saman eiga þau þrjú börn: 7 ára, 9 ára og 13 ára. Hvað með þriðju vaktina? „Jú vissulega er hún þarna,“ svarar Þórhildur íbyggin en bætir við: „Og vissulega er þetta púsluspil að halda heimili og vera í krefjandi vinnu. En við jögglum þessu alltaf einhvern veginn saman þannig að það er að ganga ágætlega sem betur fer.“ Eitt mottó hefur Þórhildur sem eflaust margir gætu tileinkað sér. „Ég hef það markmið að segjast aldrei vera mjög upptekin.“ Hvað áttu við? „Ég trúi því einfaldlega að ef við erum alltaf að segja að við séum ótrúlega upptekin, þá séum við að hugsa svo mikið um það að við náum ekki að fókusa á að við séum einfaldlega að gera fullt af skemmtilegum hlutum með því að vera ekkert að hugsa um að við séum ótrúlega upptekin,“ segir Þórhildur og bætir við: Og mín reynsla er sú að bara með því að vera ekkert að hugsa um að vera ótrúlega upptekin, skapist fullt af plássi í lífinu til að gera enn fleiri skemmtilega hluti.“ En hvaða ráð myndir þú gefa frumkvöðlum sem nú eru að vinna að sinni hugmynd eða taka sín fyrstu skref? „Ég myndi nefna úthald og fókus. Því þótt það sé eðlilegt að nýsköpunarfyrirtæki fari í nokkra hringi í upphafi kemur síðan að því að það sem verður mikilvægast er að halda fókus á kjarnastarfseminni og hafa þá líka úthaldið fyrir erfiðu tímana. Ekkert ósvipað og í hjónabandinu,“ segir Þórhildur og brosir.
Hótel á Íslandi Nýsköpun Tækni Ferðalög Mannauðsmál Tengdar fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
„Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01