Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2024 22:15 Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun