Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2024 14:44 Ný Ölfusárbrú verður byggð norðaustan við Selfoss. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Í frétt frá Vegagerðinni segir að gert sé ráð fyrir að skrifa undir samning við verktaka í Golfskálanum á Selfossi klukkan 15 á miðvikudag, 20. nóvember, og taka síðan fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Gert sé ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna haustið 2028. Gjaldtaka standi undir fimmtíu prósent af kostnaði Með lagabreytingunni, sem samþykkt var laust fyrir hádegi, er fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við innviðaráðherra, heimilt að undirgangast skuldbindingar fyrir ríkissjóð vegna útboðs á brú yfir Ölfusá og tengdum vegum á hringvegi gegn því að gjaldtaka af umferð um hana standi undir kostnaði í heild eða að lágmarki 50%. Áætlanir gera eftir sem áður ráð fyrir að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar að fullu með veggjöldum og því er heimildin hugsuð sem varúðarráðstöfun. Í nefndaráliti sínu um fjárlög 2025 segir meirihluti fjárlaganefndar Alþingis brýnt að veggjöld standi undir kostnaði að langmestu leyti og ítrekar að framkvæmdin hafi engin áhrif á útgjöld samkvæmt fjárlögum fyrr en að framkvæmdatíma loknum. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson Í frétt Vegagerðarinnar er ennfremur haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni fjármála- og efnahagsráðherra: „Það er ánægjulegt að gengið hafi verið frá útfærslu vegna fjármögnunar Ölfusárbrúar og tengivega við hana. Vegagerðin og verktakar fá nú grænt ljós til að hefja framkvæmdir. Nýja brúin er lykillinn að því að auka öryggi og greiða umferð fyrir alla landsmenn um Suðurland. Þá færir hún íbúum Selfoss og Suðurlands aukin lífsgæði með því að umferð þjóðvegarins er færð úr miðbænum. Við þurfum góðar brýr fyrir samfélagið okkar og þessi brú er í senn tímabær og glæsileg.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir ennfremur: „Ný Ölfusárbrú mun gjörbylta umferð um Selfoss og Suðurland allt, auka umferðaröryggi, meðal annars með því að aðskilja akstursstefnur, stytta ferðatíma og draga verulega úr umferðar-töfum og mengun í bænum, styrkja atvinnulíf og efla lífsgæði íbúa og gesta á Suðurlandi. Núverandi brú var byggð fyrir tæpum 80 árum og hefur þjónað sínu hlutverki með glæsibrag. Umferð hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum með fjölgun íbúa og ferðamanna á Suðurlandi. Daglega fara nú um 14.500 ökutæki um brúna en til framtíðar má gera ráð fyrir að umferð um svæðið muni aukast enn frekar með fjölgun íbúa og ferðafólks. 17,9 milljarða króna verkefni Framkvæmdirnar eru hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem felst í að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggð verður 330 metra löng brú, nýr 3,7 km vegarkafli auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt.“ Svona mun nýja brúin líta út séð frá gömlu brúnni.Vegagerðin „Áætlaður framkvæmdakostnaður við byggingu Ölfusárbrúar og tengda vegi í heild sinni er 14,3 milljarðar króna á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 milljarða króna. Fjármagnskostnaður, verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun, vegna lántöku er áætlaður 3,6 milljarðar króna. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 milljarðar króna sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verktakafyrirtækið ÞG verk bauð fyrr á árinu í hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar á framkvæmdatíma verkefnisins á nýju vegstæði yfir Ölfusá. Verkefnið tekur mið af samvinnuverkefnum (PPP) þar sem einkaaðili tekur á sig áhættu er varðar útfærslu og fjármögnun tiltekinnar framkvæmdar. Markmiðið með samvinnu stjórnvalda og einkaaðila er að flýta þjóðhagslega mikilvægum samgönguframkvæmdum.“ Svona sjá menn fyrir sér upplifun vegfarenda að aka yfir brúna í ljósaskiptunumVegagerðin „Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á brúna á árinu 2028. Þegar brúin opnar verður heimilt að innheimta veggjöld en upphæð mun taka mið af því að verkefnið verði fjárhagslega sjálfbært. Vegfarendur hafa eftir sem áður val um aðrar leiðir á svæðinu. Þessi leið við fjármögnun felur í sér að hægt er að flýta framkvæmdum við Ölfusárbrú án þess að tefja aðrar framkvæmdir við samgönguinnviði sem fjármögnuð eru beint af ríkinu enda muni veggjöld af umferð standa undir kostnaði,“ segir Vegagerðin. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Sjá meira
Í frétt frá Vegagerðinni segir að gert sé ráð fyrir að skrifa undir samning við verktaka í Golfskálanum á Selfossi klukkan 15 á miðvikudag, 20. nóvember, og taka síðan fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Gert sé ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna haustið 2028. Gjaldtaka standi undir fimmtíu prósent af kostnaði Með lagabreytingunni, sem samþykkt var laust fyrir hádegi, er fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við innviðaráðherra, heimilt að undirgangast skuldbindingar fyrir ríkissjóð vegna útboðs á brú yfir Ölfusá og tengdum vegum á hringvegi gegn því að gjaldtaka af umferð um hana standi undir kostnaði í heild eða að lágmarki 50%. Áætlanir gera eftir sem áður ráð fyrir að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar að fullu með veggjöldum og því er heimildin hugsuð sem varúðarráðstöfun. Í nefndaráliti sínu um fjárlög 2025 segir meirihluti fjárlaganefndar Alþingis brýnt að veggjöld standi undir kostnaði að langmestu leyti og ítrekar að framkvæmdin hafi engin áhrif á útgjöld samkvæmt fjárlögum fyrr en að framkvæmdatíma loknum. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson Í frétt Vegagerðarinnar er ennfremur haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni fjármála- og efnahagsráðherra: „Það er ánægjulegt að gengið hafi verið frá útfærslu vegna fjármögnunar Ölfusárbrúar og tengivega við hana. Vegagerðin og verktakar fá nú grænt ljós til að hefja framkvæmdir. Nýja brúin er lykillinn að því að auka öryggi og greiða umferð fyrir alla landsmenn um Suðurland. Þá færir hún íbúum Selfoss og Suðurlands aukin lífsgæði með því að umferð þjóðvegarins er færð úr miðbænum. Við þurfum góðar brýr fyrir samfélagið okkar og þessi brú er í senn tímabær og glæsileg.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir ennfremur: „Ný Ölfusárbrú mun gjörbylta umferð um Selfoss og Suðurland allt, auka umferðaröryggi, meðal annars með því að aðskilja akstursstefnur, stytta ferðatíma og draga verulega úr umferðar-töfum og mengun í bænum, styrkja atvinnulíf og efla lífsgæði íbúa og gesta á Suðurlandi. Núverandi brú var byggð fyrir tæpum 80 árum og hefur þjónað sínu hlutverki með glæsibrag. Umferð hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum með fjölgun íbúa og ferðamanna á Suðurlandi. Daglega fara nú um 14.500 ökutæki um brúna en til framtíðar má gera ráð fyrir að umferð um svæðið muni aukast enn frekar með fjölgun íbúa og ferðafólks. 17,9 milljarða króna verkefni Framkvæmdirnar eru hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem felst í að færa Hringveginn út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggð verður 330 metra löng brú, nýr 3,7 km vegarkafli auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt.“ Svona mun nýja brúin líta út séð frá gömlu brúnni.Vegagerðin „Áætlaður framkvæmdakostnaður við byggingu Ölfusárbrúar og tengda vegi í heild sinni er 14,3 milljarðar króna á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 milljarða króna. Fjármagnskostnaður, verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun, vegna lántöku er áætlaður 3,6 milljarðar króna. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 milljarðar króna sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verktakafyrirtækið ÞG verk bauð fyrr á árinu í hönnun, byggingu og fjármögnun brúarinnar á framkvæmdatíma verkefnisins á nýju vegstæði yfir Ölfusá. Verkefnið tekur mið af samvinnuverkefnum (PPP) þar sem einkaaðili tekur á sig áhættu er varðar útfærslu og fjármögnun tiltekinnar framkvæmdar. Markmiðið með samvinnu stjórnvalda og einkaaðila er að flýta þjóðhagslega mikilvægum samgönguframkvæmdum.“ Svona sjá menn fyrir sér upplifun vegfarenda að aka yfir brúna í ljósaskiptunumVegagerðin „Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á brúna á árinu 2028. Þegar brúin opnar verður heimilt að innheimta veggjöld en upphæð mun taka mið af því að verkefnið verði fjárhagslega sjálfbært. Vegfarendur hafa eftir sem áður val um aðrar leiðir á svæðinu. Þessi leið við fjármögnun felur í sér að hægt er að flýta framkvæmdum við Ölfusárbrú án þess að tefja aðrar framkvæmdir við samgönguinnviði sem fjármögnuð eru beint af ríkinu enda muni veggjöld af umferð standa undir kostnaði,“ segir Vegagerðin.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Sjá meira
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. 24. september 2024 21:42
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent