Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:31 Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun