Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2024 15:28 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Arnar Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sló dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur því föstu með dómi í gær að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrár um þrjár umræður á þingi. Sendi strax bréf Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi í dag ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf. Í þeim sé vakin athygli á því að samkvæmt dómi héraðsdóms samræmdust undanþáguheimildir búvörulaga ekki stjórnskipunarlögum og öðluðust því ekki lagagildi. Vegna þessa gildi samkeppnislög því fullum fetum um samstarf og samruna kjötafurðastöðva. Hafi kjötafurðastöðvar því ekki notið neinnar undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Jafnframt sé vakin athygli á því samkeppnislög banni samninga og samþykktir milli fyrirtækja sem raska samkeppni, sem og samkeppnishömlur af hálfu samtaka fyrirtækja. Einnig sé vakin athygli á því að tilkynna þurfi Samkeppniseftirlitinu fyrir fram um samruna fyrirtækja yfir tilteknum veltumörkum. Þá leggi samkeppnislög bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Stans í nafni samkeppnislaga Í bréfunum sé eftirfarandi beint til kjötafurðastöðva: Að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið getur gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli umræddra undanþáguheimilda. Óskað er eftir upplýsingum hvort viðkomandi fyrirtæki hafi verið skilgreint sem framleiðendafélag í skilningi búvörulaga, en samkvæmt lagabreytingunum var það forsenda þess að kjötafurðastöðvar gætu nýtt sér undanþáguheimildirnar. Hafi viðkomandi kjötafurðastöð ráðist í samruna eða samstarf á grundvelli undanþáguheimildanna er lagt fyrir fyrirtækið að varðveita allar upplýsingar og gögn sem varpa ljósi á þá háttsemi sem í hlut á. Í því sambandi er vakin athygli á því að það getur varðað fyrirtæki stjórnvaldssektum og einstaklinga refsingu að koma undan eða gera á annan hátt ónothæf gögn sem hafa þýðingu í síðari rannsóknum. Kjötafurðastöðvum sé jafnframt gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sem nýtast kunni við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómi héraðsdóms. Frestur til að svara sé gefinn til mánudagsins 20. nóvember næstkomandi. Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sló dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur því föstu með dómi í gær að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrár um þrjár umræður á þingi. Sendi strax bréf Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi í dag ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf. Í þeim sé vakin athygli á því að samkvæmt dómi héraðsdóms samræmdust undanþáguheimildir búvörulaga ekki stjórnskipunarlögum og öðluðust því ekki lagagildi. Vegna þessa gildi samkeppnislög því fullum fetum um samstarf og samruna kjötafurðastöðva. Hafi kjötafurðastöðvar því ekki notið neinnar undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Jafnframt sé vakin athygli á því samkeppnislög banni samninga og samþykktir milli fyrirtækja sem raska samkeppni, sem og samkeppnishömlur af hálfu samtaka fyrirtækja. Einnig sé vakin athygli á því að tilkynna þurfi Samkeppniseftirlitinu fyrir fram um samruna fyrirtækja yfir tilteknum veltumörkum. Þá leggi samkeppnislög bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Stans í nafni samkeppnislaga Í bréfunum sé eftirfarandi beint til kjötafurðastöðva: Að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið getur gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli umræddra undanþáguheimilda. Óskað er eftir upplýsingum hvort viðkomandi fyrirtæki hafi verið skilgreint sem framleiðendafélag í skilningi búvörulaga, en samkvæmt lagabreytingunum var það forsenda þess að kjötafurðastöðvar gætu nýtt sér undanþáguheimildirnar. Hafi viðkomandi kjötafurðastöð ráðist í samruna eða samstarf á grundvelli undanþáguheimildanna er lagt fyrir fyrirtækið að varðveita allar upplýsingar og gögn sem varpa ljósi á þá háttsemi sem í hlut á. Í því sambandi er vakin athygli á því að það getur varðað fyrirtæki stjórnvaldssektum og einstaklinga refsingu að koma undan eða gera á annan hátt ónothæf gögn sem hafa þýðingu í síðari rannsóknum. Kjötafurðastöðvum sé jafnframt gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sem nýtast kunni við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómi héraðsdóms. Frestur til að svara sé gefinn til mánudagsins 20. nóvember næstkomandi.
Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira