Íslenski boltinn

Þór­dís Elva semur við Þróttara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórdís leikur í Laugardalnum á næsta tímabili.
Þórdís leikur í Laugardalnum á næsta tímabili. mynd/þróttur

Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti á næsta tímabili í Bestu deildinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Þróttar.

Þórdís kemur til Þróttar frá Svíþjóð þar sem hún lék í sænsku úrvalsdeildinni með Växjö DFF. Áður varð hún Íslandsmeistari og bikarmeistari með Val.

Þórdís var frábær á Íslandsmótinu 2023 en hún skoraði fimm mörk í 18 leikjum. Hún er miðjumaður sem fædd er árið 2000 en þrátt fyrir ungan aldur leikið yfir hundrað leiki í efstu deild kvenna.

„Koma Þórdísar til Þróttar er gríðarlegt gleðiefni og endurspeglar þann metnað sem býr í félaginu þegar kemur að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar. Við væntum mikils af henni, hún er mjög góður leikmaður og á eftir að falla vel inn í okkar samstillta og metnaðarfulla hóp,“ segir Kristján Kristjánsson, formaður Knd. Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×