„Bara svona skítatilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:36 Vísir/Anton Brink Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti