„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:53 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti