Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 11:36 Stjórnandi gistiheimilis í Vang Vieng í Laos heldur á vodkaflösku á bar þess. Áströlsku stúlkurnar sem veiktust dvöldu þar. AP/Anupam Nath Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Antony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá andláti nítján ára gamallar ástralskrar stúlku í Laos í dag. Bianca Jones veiktist í bænum Vang Vieng í Laos ásamt hópi annarra eftir að hún innbyrti tréspíra. Hún lést á sjúkrahúsi í Taílandi í dag. Talsmaður taílensku lögreglunnar segir að Jones hafi drukkið eftirlíkingu af áfengi. Hár styrkur metanóls í líkama hennar hafi leitt til bólgu í heila. Albanese sagði að jafnaldra Jones lægi einnig þungt haldin á sjúkrahúsi. Tvær danskar konur og einn Bandaríkjamaður höfðu áður látist af völdum tréspíraeitrunar. Fleiri eru veikir. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalið í Vang Vieng sem er vinsælla áfangastaður bakpokaferðalanga. Vafasamt áfengi er þekkt vandamál í Laos og bresk og áströlsk stjórnvöld vara þegna sín við því að fá sér í glas þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tréspíra er stundum bætt út í blandaða drykki þar sem hann er ódýrari en vínandi þrátt fyrir að hann geti valdið dauða eða alvarlegum veikindum. Tréspíri, eða metanól, er meðal annars notaður sem leysiefni í iðnaði, skordýraeitur og eldsneyti. Níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á fimmta áratug síðustu aldar. Laos Ástralía Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Antony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá andláti nítján ára gamallar ástralskrar stúlku í Laos í dag. Bianca Jones veiktist í bænum Vang Vieng í Laos ásamt hópi annarra eftir að hún innbyrti tréspíra. Hún lést á sjúkrahúsi í Taílandi í dag. Talsmaður taílensku lögreglunnar segir að Jones hafi drukkið eftirlíkingu af áfengi. Hár styrkur metanóls í líkama hennar hafi leitt til bólgu í heila. Albanese sagði að jafnaldra Jones lægi einnig þungt haldin á sjúkrahúsi. Tvær danskar konur og einn Bandaríkjamaður höfðu áður látist af völdum tréspíraeitrunar. Fleiri eru veikir. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalið í Vang Vieng sem er vinsælla áfangastaður bakpokaferðalanga. Vafasamt áfengi er þekkt vandamál í Laos og bresk og áströlsk stjórnvöld vara þegna sín við því að fá sér í glas þar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tréspíra er stundum bætt út í blandaða drykki þar sem hann er ódýrari en vínandi þrátt fyrir að hann geti valdið dauða eða alvarlegum veikindum. Tréspíri, eða metanól, er meðal annars notaður sem leysiefni í iðnaði, skordýraeitur og eldsneyti. Níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíra á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á fimmta áratug síðustu aldar.
Laos Ástralía Danmörk Áfengi og tóbak Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira