Bjarki Sigurðsson fréttamaður hitti fyrir fjóra ferðamenn mjög nálægt gosstöðvunum.
„Við lentum á flugvellinum og spurðum bílaleiguna hvort við mættum fara nær gosinu. Þau sögðu að við gætum farið í áttina að Bláa lóninu og séð hversu nálægt við kæmumst. Einn veganna var enn opinn, þannig að við komum bara alla leið hingað. Lögreglumaður sem við ræddum við sagði menn ekki hafa áttað sig á að vegurinn væri opinn, þannig að nú á að loka honum,“ segir Chris frá Skotlandi.
Laurien frá Frakklandi segir magnaða tilviljun að hafa fengið þessar móttökur við komuna til landsins. Eitt stykki eldgos.
„Ég fór að gráta. Þetta er töfrum líkast,“ sagði hún.