„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2024 07:30 Jón Axel Guðmundsson er ánægður með lífið í Burgos á Spáni. Vísir/Sigurjón Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum