Þetta var tímamótamark fyrir þessa frábæru knattspyrnukonu því það var mark númer tvö hundruð fyrir Barcelona.
Putellas hafði bætt kvennamet Jenni Hermoso þegar hún skoraði mark númer 182 á síðasta tímabili.
Hún komst síðan upp fyrir Luis Suárez með sínu 199. mark fyrir félagið og í kvöld varð hún aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Barcelona til að skora tvö hundruð mörk.
Hinir eru Lionel Messi (672 mörk) og César Rodríguez (232 mörk). Hún slær varla met Messi en gæti náð öðru sætinu.
Putellas er komin aftur á fullt eftir erfið meiðsli en hún þrítug og hefur spilað yfir fjögur hundruð leiki fyrir Katalóníufélagið.
Putellas hefur orðið átta sinnum spænskur meistari og unnu Meistaradeildina þrisvar sinnum.
Alexia Putellas is Barcelona's third all-time top goalscorer for Barcelona 🔴🔵
— OneFootball (@OneFootball) November 21, 2024
🥇 Lionel Messi
🥈 César Rodríguez
🥉 Alexia Putellas pic.twitter.com/rNvz3Pzhrj