Ísland mætir Kósovó í tveimur leikjum um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikirnir fara fram 20. og 23. mars 2025. Óvíst er hvar heimaleikur Íslands fer fram en ekki verður hægt að spila hér á landi vegna vallarmála.
Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar mæta Búlgörum í sama umspili og Íslendingar. Líkt og Ísland endaði Írland í 3. sæti síns riðils í B-deildinni.
Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar mæta Hollandi í átta liða úrslitum A-deildarinnar. Portúgal mætir Danmörku, Króatíu mætir Frakklandi og Ítalía mætir Þýskalandi.
Leikirnir í átta liða úrslitum A-deildarinnar fara fram 20. og 23. mars. Sigurvegararnir komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram í júní 2025.
Drátturinn í Þjóðadeildinni
A-deild: 8-liða úrslit
- Spánn - Holland
- Portúgal - Danmörk
- Króatía - Frakkland
- Ítalía - Þýskaland
A-B umspil
- Tyrkland - Ungverjaland
- Úkraína - Belgía
- Austurríki - Serbía
- Grikkland - Skotland
B-C umspil
- Kósovó - Ísland
- Búlgaría - Írland
- Armenía - Georgía
- Slóvakía - Slóvenía
C-D umspil
- Gíbraltar - Lettland
- Malta - Lúxemborg