Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 100 stiga maðurinn Danny Shouse er viðmælandi í fyrsta þættinum. mynd/aðsend Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira