Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar 22. nóvember 2024 14:30 Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar