Erlent

Á­kærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Hjallerup í mars.
Frá vettvangi í Hjallerup í mars. EPA-EFE/HENNING BAGGER

Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup í Danmörku í mars.

Lögreglan á Norður-Jótlandi greindi frá því í fréttatilkynningu í dag að ákæra hefði verið gefin út vegna morðsins, sem vakti mikinn óhug í Danmörku þegar greint var frá því. Tekið var fram að maðurinn, sem var sautján ára þegar stúlkan var myrt, hafi verið ákærður fyrir fleiri brot en manndráp. Ekki var farið nánar út í það.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir verjanda mannsins að hann hafi einnig verið ákærður fyrir að nauðga stúlkunni og fleiri brot. Maðurinn er grunaður um að hafa kæft stúlkuna, bundið hendur hennar og slegið hana með múrsteini í höfuðið.

Verjandi piltsins segir hann neita sök varðandi ásakanir um manndráp, en hann viðurkenni að hafa beitt ofbeldi sem hafi leitt til dauða stúlkunnar. Þá neitar hann að hafa nauðgað henni.


Tengdar fréttir

Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jót­landi

Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×