Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 17:45 Spilar ekki næsta mánuðinn. Jose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City verða án lykilsmanns í hinni mikilvægu jólatörn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sömu sögu er að segja af Arsenal sem verður einnig án eins síns besta varnarmanns næstu mánuðina. Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira