„Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Lárus Jónsson hefur marga fjöruna sopið sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Vísir/Diego „Myndi líta á það eins og að vera kennari. Það hefur alltaf verið pælingin hjá mér. Hvernig get ég miðlað upplýsingum á sem bestan hátt til minna leikmanna,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta aðspurður hvað það er fyrir honum að vera þjálfari. Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport. Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport.
Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik