Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 19:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra furðar sig á vaxtahækkunum sumra lána hjá fjármálastofnunum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri segir ástæðuna m.a. vera háa raunvexti. Már Wolfang Mixa dósent við H.Í. telur bankanna geta brugðist öðruvísi við. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ fordæmir hækkanir meðan launafólk hafi haldið að sér höndum. Vísir Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann. Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann.
Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira