Lagt er til að framkvæmdin yrði með þeim hætti KÍ myndi aflýsa verkföllum frá og með 27. nóvember næstkomandi og sveitarfélagið myndi skuldbinda sig til að greiða laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli síðastliðnar fjórar vikur.
Í tilkynningu Kennarasambandsins segir að fordæmi séu fyrir slíkum afturvirkum greiðslum, þar nægi að nefna allsherjarverkfall grunnskólakennara árið 2014 sem varði í einn dag.
Verði tillagan samþykkt gætu leikskólarnir fjórir opnað fyrir öll börn á miðvikudag í næstu viku.
Kennarasambandið biður borgarstjóra og bæjarstjóra um að svara erindinu eigi síðar en klukkan tólf á mánudag.
Leikskólarnir sem um ræðir eru leikskóli Seltjarnarness, Drafnarsteinn í Reykjavík, Holt í Reykjanesbæ og Ársalir á Sauðárkróki.
Útfærsla verkfallsins harðlega gagnrýnd
Útfærsla kennaraverkfallsins hefur verið harðlega gagnrýnd úr ólíkum áttum. Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar og fræðslu. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti segist ekki alveg skilja taktík kennarasambandsins í verkföllunum.
Sjá: Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum
Sjá: Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara