Sport

McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaða­bætur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Conor McGregor á leið sinni úr dómsalnum.
Conor McGregor á leið sinni úr dómsalnum. David Fitzgerald/Getty Images

Bardagakappinn Conor McGregor hefur dæmdur sekur í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. Hann þarf að greina fórnarlambinu rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur.

McGregor var fyrir ekki svo löngu sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Dublin árið 2018. Höfðaði hún skaðabótamál gegn bardagakappanum þar sem hún gat ekki kært hann fyrir kynferðisbrot þar sem það er fyrnt.

Meðal vitna sem kölluð voru til var fólkið sem hlúði að Nikita Hands, konunni sem kærði McGregor, eftir að hún fór upp á sjúkrahús vegna áverkanna sem hún hlaut af hálfu Írans.

Málsmeðferð lauk í gær, fimmtudag, og komst kviðdómur að niðurstöðu nú á föstudegi. Var McGregor fundinn sekur og þarf hann að greiða Nikitu Hands rúmlega 36 milljónir íslenskra króna.

„Sama hversu hrædd/ur þú ert við að stíga fram og segja hvað skeði þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn.

Hún kærði einnig James Lawrence, mann sem var viðstaddur þegar brotið var á henni árið 2018, en kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Lawrence væri saklaus.

McGregor hefur sagt að hann muni áfrýja niðurstöðunni. Þakkaði hann um leið stuðningsfólki sínu um heim allan.

BBC, breska ríkisútvarpið, greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×