Stöðugt gos og engir skjálftar Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 07:16 Kvika flæðir enn upp á þremur stöðum við Sundhnúksgíga. Vísir/Vilhelm Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að landsig hafi mælst á GPS-mælum á svæðinu, þar sem meiri kvika flæðir upp á yfirborðið en nær að safnast saman í kvikuhólfinu þar undir. Þá streymir hraun enn til vesturs frá miðjugígnum og með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið þar sem hraunið heldur einnig áfram að þykkna. Frá hinum gígunum rennur hraunið til norðurs og til austurs. Ennfremur segir í tilkynningunni að áfram sé spáð stífri norðaustanátt og að gasmengun muni því mestmegnis berast til suðvesturs og gæti hennar orðið vart í Grindavík í dag. Miklar hamfarir Rætt var við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann sagði um miklar hamfarir að ræða og að mikið hraun hefði runnið meðfram varnargarði til hliðar við Bláa lónið. Hann áætli að þykkt hraunsins þar gæti hafa um sex metrum. „Það er mjög tilkomumikið að sjá þetta. Alveg með ólíkindum hvað hefur verið þarna í garði,“ segir Úlfar sem bætir við að varnargarðar hafi aftur sannað gildi sitt. Hann voni sömuleiðis að Njarðvíkuræðin haldi, en óvissan sé enn mikil. Úlfar segir að lítið í raun hafi lítið verið um að vera hjá viðbragðsaðilum á föstudeginum, en að eitthvað hafi þurft að hafa afskipti af fólki sem vildi komast nær gosinu á fimmtudagskvöldinu. Sjá má fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira