Erlent

Tryggja þróunar­ríkjum 42 billjónir á ári með sam­komu­lagi á COP29

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Tilkynnt var um samkomulagið við standandi lófatak.
Tilkynnt var um samkomulagið við standandi lófatak. AP

Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur staðið yfir í Baku í Aserbaídjan í að verða tvær vikur. Upphaflega stóð til að henni yrði lokið í gær á föstudaginn en hún dróst til klukkan 2 aðfararnótt sunnudags á staðartíma.

Mikið uppþot varð á ráðstefnunni fyrr í dag þegar fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. Þjóðirnar höfðu hafnað tilboði sem nam 250 milljörðum bandaríkjadala á ári fram að árinu 2035.

Fréttamenn á svæðinu sögðu andrúmsloftið yfirfullt af spennu og að mikil ringulreið hefði gripið um sig. Um 200 þjóðir stóðu í samningaviðræðum um fjárveitingar til þróunarríkjanna til að stemma stigu við áhrifum loftslagsbreytinga.

Tilkynnt var um nýja samninginn við standandi lófatak klukkan þrjú að staðartíma í Bakú. Fram kemur í umfjöllun BBC að sumar þjóðir segja fjárveitingarnar enn ekki nægilega miklar, en þær hafi þrátt fyrir það samþykkt samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×