Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 08:51 Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar