Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Efnin fundust í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um gríðarlegt magn fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um gríðarlegt magn fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira