Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Vinstri græn leggja höfuðáherslu á umbætur í húsnæðismálum fyrir ungt fólk fyrir þessar kosningar. Þótt ýmislegt hafi gengið vel á Íslandi, þá er einn hópur sem hefur setið eftir umfram aðra. Kaupmáttur fólks á aldrinum 30-39 ára hefur staðið í stað í tuttugu ár. Á sama tíma hafa hækkanir á húsnæðisverði síðustu ár hækkað rána fyrir þau sem ekki höfðu keypt sína fyrstu eign. Auk þess hafa áhrif hárra vaxta skapað aukna pressu á þennan hóp, einkum ungar barnafjölskyldur. Í þessari þróun skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum, þar sem að lífskjör fólks á þessu aldursbili hafa batnað til jafns við aðra hópa. Vonir og þrár ungs fólks standa oft til þess að koma yfir sig þaki í hóflegri íbúð, stofna fjölskyldu og eiga möguleika að eiga framgang í starf,i en um leið eiga tíma fyrir sjálft sig og fjölskyldu sína. Á samfélagsmiðlum dynja yfir fólk útsendingar af eftirsóknarverðu lífi, af fólki sem ekkert skortir, virðist geta allt og takast allt. Hinn hrái veruleiki er hinsvegar annar, vegna ónógra fjárfestinga í innviðum situr fólk á höfuðborgarsvæðinu fast í umferðarteppum á meðan börn fólks út á landi hossast sum hver eftir holóttum malarvegum á leið í skólann. Útborgun í íbúð hækkar hraðar en laun og Seðlabankinn beitir stýritækjum sínum til þess að læsa fyrstu kaupendur út af húsnæðismarkaði í því skyni að kæla íbúðamarkaðinn. Á sama tíma kaupa fjárfestar íbúðir og leigja á okurverði til sama fólksins og reynir að safna fyrir útborgun. Þessu verður að breyta. Ef Ísland á að halda áfram að sækja fram í velsæld verðum við að geta boðið unga fólkinu okkar upp á sambærileg lífskjör og annars staðar á Norðurlöndum. Heimurinn er minni en nokkru sinni fyrr og það er sífellt einfaldara fyrir ungt fólk að flytja sig um set til landa sem búa betur að ungu fólki.. Stjórnmálaflokkar lofa nú bót og betrun og framboð á lausnum eru allt í einu mun meira en fyrir tveimur mánuðum. Gylliboð um töfralausnir ber að varast. Tilboð okkar í Vinstri grænum er einfalt. Við boðum breytingar í þágu almennings en ekki fjárfesta. Það er ekki til ein töfralausn á húsnæðisvandanum og við viðurkennum það. Við höfum hinsvegar áætlun til skemmri tíma, meðallangs tíma og svo lengri til tíma. Fyrst verður að leggja áherslu á úrbætur á eftirspurnarhlið s.s sérstakan vaxtastuðning og hækkun húsnæðisbóta á meðan aðgerðir á framboðshlið á borð við að festa hlutdeildarlán betur í sessi , auka stofnframlög og aðkomu hins opinbera að félagslegu húsnæðiskerfi, er hrint í framkvæmd. Íbúðir fyrir fólk en ekki fjárfesta Það sem er hægt að gera strax á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar er að það verði búið svo um hnútana að fæla moldríka fjárfesta frá því að vera í samkeppni við fyrstu kaupendur. Skattalöggjöfin yrði hert með þeim hætti að brask með íbúðir verði minna arðbært. Nóg tækifæri eru fyrir peningafólk að ávaxta sitt pund þó að það séu ekki beinlínis sérstakir skattalegir hvatar í því skyni að safna íbúðum. Sömuleiðis þarf að fjármagna hlutdeildarlánin og festa þau betur í sessi þannig að þau sem falli undir skilyrðin eigi ekki að þurfa mánuðum saman að bíða í óvissu. Þá er nauðsynlegt að þrengja frekar að Airbnb útleigu þannig að fjárfestar setji frekar íbúðir á sölu frekar en að hafa þær í skammtímaútleigu. Fyrir það fólk sem hefur axlað byrðar hávaxtastefnu vegna þenslu ríka fólksins er nauðsynlegt að greiddur verði út sérstakan vaxtastuðning strax á næsta ári. Heimili landsins geta ekki beðið. Hluti af þeirri hugsun að íbúðarhúsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili er rík áhersla á gæði bygginga, aðgengi og ekki síður gæði almannarýmis, skipulags og miklvægi þess að hafa aðgang að náttúru og grænum svæðum. Heimili eru ekki bara fermetrar og byggingarmagn heldu fyrst og fremst umgjörð um daglegt líf fólks og fjölskyldna, menningar og mannlífs. Byggjum íbúðirnar sem þarf – strax Samvinna við verkalýðshreyfinguna síðustu ár hefur þýtt það að þúsundir íbúða eru í útleigu á öðrum forsendum en til þess að hámarka hagnað. Ríkissjóður hefur lánað byggingarfélögum verkalýðsfélaga á annað hundrað milljarða til uppbyggingar húsnæðis og lagt tugi milljarða í stofnframlög til að draga úr fjármagnskostnaði. Þetta módel hefur virkað vel en er of smátt í sniðum, almenna íbúðakerfið þarf að efla með öllum ráðum. Samkvæmt verkalýðshreyfingunni er vel hægt að byggja meira ef byggingarhæfar lóðir væru í boði. Ástæðan fyrir lóðaskorti er meðal annars sú að sum sveitarfélög sem eiga land ráða vart við þær fjárfestingar sem til þarf til þess að leggja frárennsli, götur og rafmagn ásamt öðrum innviðum sem þarf, t.a.m. leik- og grunnskóla. Því teljum við í Vinstri grænum að ríkið þurfi að hafa fleiri tæki til þess að aðstoða sveitarfélög sem gera samninga við ríkið um húsnæðisuppbyggingu við fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum. Margt kemur til skoðunar, bein framlög eða eftirgjöf á virðisaukaskatti vegna innviðaframkvæmda og munum við velja þá leið sem er fljótleg, hagkvæm og réttlát. Samhliða þessu viljum við fara í viðræður við bæði sveitarfélög og verkalýðsfélög um að endurreisa eignaíbúðakerfið á félagslegum forsendum eða verkamannabústaðakerfið. Um langt árabil var félagslegt eignaíbúðarkerfi hluti af íslensku samfélagi og gerði það að verkum að margar fjölskyldur sem aldrei hefðu átt möguleika á forsendum markaðarins gátu eignast íbúðir. Eftir því sem byggingarfélög verkalýðsfélaga stækka að umfangi og safna að sér reynslu og þekkingu í uppbyggingu húsnæðis teljum við að möguleikar opnist á því að endurreisa verkamannabústaðakerfið á Íslandi. Lausn til lengri tíma felst í að jafna sveiflur Höfuðvandi i húsnæðismarkaðar á Íslandi eru miklar sveiflur í uppbyggingu húsnæðis og innleiðing kredduhugmynda. Hægriflokkarnir á Íslandi einkavæddu og lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið fyrir aldarfjórðungi á sama tíma og mögnuð var upp sú hugsun meðal íslenskra bankamanna að þeir gætu gert Ísland að fjármálamiðstöð heimsins. Niðurstaðan var efnahagshrun sem við í Vinstri grænum tókum þátt í að taka til eftir. Afleiðingarnar fyrir uppbyggingu húsnæðis voru alvarlegar og langvinnar. Um árabil var lítið byggt á sama tíma og Íslendingum tók að fjölga og ferðaþjónustan tók að blómstra. Með því að endurreisa félagslegt húsnæðiskerfi, sem er langtímaverkefni og koma betra skipulagi á framtíðaruppbyggingu getum við komist hjá því að miklar sveiflur verði í uppbyggingunni. Með þessu ásamt því að gera tæknilegar breytingar á því hvernig Seðlabankinn skilgreinir verðbólgu og bregst við henni teljum við að taka megi fyrir þá helstu orsakavalda sveiflna á uppbyggingu húsnæðis sem er að gera ungu fólki erfitt fyrir í dag. Samantekið þá höfum við í Vinstri grænum áætlun um hvernig við ætlum að nálgast húsnæðisvandann bæði til skemmri og lengri tíma. Vandinn verður ekki leystur með afregluvæðingu né með því að leggja blint traust sitt á markaðsvæðingu og fjárfesta. Það er það sem kom okkur í vandræði til að byrja með. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt alvöru og raunhæfum aðgerðum í húsnæðismálum Höfundur er formaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Húsnæðismál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja höfuðáherslu á umbætur í húsnæðismálum fyrir ungt fólk fyrir þessar kosningar. Þótt ýmislegt hafi gengið vel á Íslandi, þá er einn hópur sem hefur setið eftir umfram aðra. Kaupmáttur fólks á aldrinum 30-39 ára hefur staðið í stað í tuttugu ár. Á sama tíma hafa hækkanir á húsnæðisverði síðustu ár hækkað rána fyrir þau sem ekki höfðu keypt sína fyrstu eign. Auk þess hafa áhrif hárra vaxta skapað aukna pressu á þennan hóp, einkum ungar barnafjölskyldur. Í þessari þróun skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum, þar sem að lífskjör fólks á þessu aldursbili hafa batnað til jafns við aðra hópa. Vonir og þrár ungs fólks standa oft til þess að koma yfir sig þaki í hóflegri íbúð, stofna fjölskyldu og eiga möguleika að eiga framgang í starf,i en um leið eiga tíma fyrir sjálft sig og fjölskyldu sína. Á samfélagsmiðlum dynja yfir fólk útsendingar af eftirsóknarverðu lífi, af fólki sem ekkert skortir, virðist geta allt og takast allt. Hinn hrái veruleiki er hinsvegar annar, vegna ónógra fjárfestinga í innviðum situr fólk á höfuðborgarsvæðinu fast í umferðarteppum á meðan börn fólks út á landi hossast sum hver eftir holóttum malarvegum á leið í skólann. Útborgun í íbúð hækkar hraðar en laun og Seðlabankinn beitir stýritækjum sínum til þess að læsa fyrstu kaupendur út af húsnæðismarkaði í því skyni að kæla íbúðamarkaðinn. Á sama tíma kaupa fjárfestar íbúðir og leigja á okurverði til sama fólksins og reynir að safna fyrir útborgun. Þessu verður að breyta. Ef Ísland á að halda áfram að sækja fram í velsæld verðum við að geta boðið unga fólkinu okkar upp á sambærileg lífskjör og annars staðar á Norðurlöndum. Heimurinn er minni en nokkru sinni fyrr og það er sífellt einfaldara fyrir ungt fólk að flytja sig um set til landa sem búa betur að ungu fólki.. Stjórnmálaflokkar lofa nú bót og betrun og framboð á lausnum eru allt í einu mun meira en fyrir tveimur mánuðum. Gylliboð um töfralausnir ber að varast. Tilboð okkar í Vinstri grænum er einfalt. Við boðum breytingar í þágu almennings en ekki fjárfesta. Það er ekki til ein töfralausn á húsnæðisvandanum og við viðurkennum það. Við höfum hinsvegar áætlun til skemmri tíma, meðallangs tíma og svo lengri til tíma. Fyrst verður að leggja áherslu á úrbætur á eftirspurnarhlið s.s sérstakan vaxtastuðning og hækkun húsnæðisbóta á meðan aðgerðir á framboðshlið á borð við að festa hlutdeildarlán betur í sessi , auka stofnframlög og aðkomu hins opinbera að félagslegu húsnæðiskerfi, er hrint í framkvæmd. Íbúðir fyrir fólk en ekki fjárfesta Það sem er hægt að gera strax á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar er að það verði búið svo um hnútana að fæla moldríka fjárfesta frá því að vera í samkeppni við fyrstu kaupendur. Skattalöggjöfin yrði hert með þeim hætti að brask með íbúðir verði minna arðbært. Nóg tækifæri eru fyrir peningafólk að ávaxta sitt pund þó að það séu ekki beinlínis sérstakir skattalegir hvatar í því skyni að safna íbúðum. Sömuleiðis þarf að fjármagna hlutdeildarlánin og festa þau betur í sessi þannig að þau sem falli undir skilyrðin eigi ekki að þurfa mánuðum saman að bíða í óvissu. Þá er nauðsynlegt að þrengja frekar að Airbnb útleigu þannig að fjárfestar setji frekar íbúðir á sölu frekar en að hafa þær í skammtímaútleigu. Fyrir það fólk sem hefur axlað byrðar hávaxtastefnu vegna þenslu ríka fólksins er nauðsynlegt að greiddur verði út sérstakan vaxtastuðning strax á næsta ári. Heimili landsins geta ekki beðið. Hluti af þeirri hugsun að íbúðarhúsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili er rík áhersla á gæði bygginga, aðgengi og ekki síður gæði almannarýmis, skipulags og miklvægi þess að hafa aðgang að náttúru og grænum svæðum. Heimili eru ekki bara fermetrar og byggingarmagn heldu fyrst og fremst umgjörð um daglegt líf fólks og fjölskyldna, menningar og mannlífs. Byggjum íbúðirnar sem þarf – strax Samvinna við verkalýðshreyfinguna síðustu ár hefur þýtt það að þúsundir íbúða eru í útleigu á öðrum forsendum en til þess að hámarka hagnað. Ríkissjóður hefur lánað byggingarfélögum verkalýðsfélaga á annað hundrað milljarða til uppbyggingar húsnæðis og lagt tugi milljarða í stofnframlög til að draga úr fjármagnskostnaði. Þetta módel hefur virkað vel en er of smátt í sniðum, almenna íbúðakerfið þarf að efla með öllum ráðum. Samkvæmt verkalýðshreyfingunni er vel hægt að byggja meira ef byggingarhæfar lóðir væru í boði. Ástæðan fyrir lóðaskorti er meðal annars sú að sum sveitarfélög sem eiga land ráða vart við þær fjárfestingar sem til þarf til þess að leggja frárennsli, götur og rafmagn ásamt öðrum innviðum sem þarf, t.a.m. leik- og grunnskóla. Því teljum við í Vinstri grænum að ríkið þurfi að hafa fleiri tæki til þess að aðstoða sveitarfélög sem gera samninga við ríkið um húsnæðisuppbyggingu við fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum. Margt kemur til skoðunar, bein framlög eða eftirgjöf á virðisaukaskatti vegna innviðaframkvæmda og munum við velja þá leið sem er fljótleg, hagkvæm og réttlát. Samhliða þessu viljum við fara í viðræður við bæði sveitarfélög og verkalýðsfélög um að endurreisa eignaíbúðakerfið á félagslegum forsendum eða verkamannabústaðakerfið. Um langt árabil var félagslegt eignaíbúðarkerfi hluti af íslensku samfélagi og gerði það að verkum að margar fjölskyldur sem aldrei hefðu átt möguleika á forsendum markaðarins gátu eignast íbúðir. Eftir því sem byggingarfélög verkalýðsfélaga stækka að umfangi og safna að sér reynslu og þekkingu í uppbyggingu húsnæðis teljum við að möguleikar opnist á því að endurreisa verkamannabústaðakerfið á Íslandi. Lausn til lengri tíma felst í að jafna sveiflur Höfuðvandi i húsnæðismarkaðar á Íslandi eru miklar sveiflur í uppbyggingu húsnæðis og innleiðing kredduhugmynda. Hægriflokkarnir á Íslandi einkavæddu og lögðu niður félagslega húsnæðiskerfið fyrir aldarfjórðungi á sama tíma og mögnuð var upp sú hugsun meðal íslenskra bankamanna að þeir gætu gert Ísland að fjármálamiðstöð heimsins. Niðurstaðan var efnahagshrun sem við í Vinstri grænum tókum þátt í að taka til eftir. Afleiðingarnar fyrir uppbyggingu húsnæðis voru alvarlegar og langvinnar. Um árabil var lítið byggt á sama tíma og Íslendingum tók að fjölga og ferðaþjónustan tók að blómstra. Með því að endurreisa félagslegt húsnæðiskerfi, sem er langtímaverkefni og koma betra skipulagi á framtíðaruppbyggingu getum við komist hjá því að miklar sveiflur verði í uppbyggingunni. Með þessu ásamt því að gera tæknilegar breytingar á því hvernig Seðlabankinn skilgreinir verðbólgu og bregst við henni teljum við að taka megi fyrir þá helstu orsakavalda sveiflna á uppbyggingu húsnæðis sem er að gera ungu fólki erfitt fyrir í dag. Samantekið þá höfum við í Vinstri grænum áætlun um hvernig við ætlum að nálgast húsnæðisvandann bæði til skemmri og lengri tíma. Vandinn verður ekki leystur með afregluvæðingu né með því að leggja blint traust sitt á markaðsvæðingu og fjárfesta. Það er það sem kom okkur í vandræði til að byrja með. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt alvöru og raunhæfum aðgerðum í húsnæðismálum Höfundur er formaður VG.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar