Innlent

Krapastífla hefur myndast í Ölfus­á við Sel­foss

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Krapastíflan, sem hefur myndað í Ölfusá við Selfoss
Krapastíflan, sem hefur myndað í Ölfusá við Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina.

Á facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segir orðrétt; „Gríðarmikil krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss og hefur áin nú þegar bólgnað mikið. Áin er nánast lögð krapa frá Selfossbæjum og töluvert langt niður úr. Ölfusá er gjörn á að mynda krapa eða klakastíflur við Selfoss í miklum kuldaveðrum. Síðast gerðist það snemma árs 2023 þegar stór klakastífla myndaðist við Laugardælaeyju, skammt ofan við Selfoss.”

Vonast er til að krapastíflan minnki og hverfi á næstu dögum með hlýnandi veðurspá en hvort það gengur eftir er erfitt að segja til um.

Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir af klakanum í Ölfusá nú eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×