Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 25. nóvember 2024 14:32 Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar