Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:12 Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kári Stefánsson Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun