Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 17:37 Maðurinn hóf störf hjá Hagstofunni árið 2011 en var sagt upp eftir að hann leitaði uppi trúnaðarupplýsingar um samstarfsfólk sitt. Vísir/Sigurjón Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Hagstofunnar 750 þúsund krónur auk vaxta vegna uppsagnar hans frá stofnuninni árið 2015. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira