„Fann brosið mitt á ný“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Emma Hayes kann mjög vel við sig sem landsliðsþjálfari og er líka að byrja mjög vel með bandaríska landsliðið. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu. Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira