Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:12 Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar