Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 13:30 Boris Epshteyn er hér fyrir miðju, fyrir aftan Donald Trump. Lögmenn Trumps hafa ráðlagt forsetanum nýkjörna að slíta samskiptum sínum við Epshteyn. EPA/JABIN BOTSFORD Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50